Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 71
Herrann þreytu, eftir að þeir höfðu lagt að baki hálfrar annarrar mílu vegalengd. En daginn eftir yrði Herrann kominn aftur í kirkjuna í Valongueiras, strangur, og hann krafðist þess að menn gengju með hattinn í höndun- um og örlítið hoknir í hnjánum fram hjá kirkjudyrunum. Engu að síður eignaðist hann enginn algerlega á ný, ekki fyrr en einhver annar í sókninni fyndi að stundin nálgaðist og kallaði á hann að rúmi sínu. Stóra kirkjuklukkan gæfi þá merki á ný, og þá lyftu þeir honum aftur á herðarnar og tækju þátt í krafti hans, og sameinuðu beiskju og örvænt- ingu efnisleysi þess sem var ekkert ómáttugt. Hún er að ala barn. . . Jarðneskur þytur fór um undrandi mannfjöldann sem vaknaði af dvala. Er barnið fætt? Nei. Inni í húsinu rann saman, í þögninni, leynd dauðans og snertingin við guð, í daufu ljósi frá týru sem lýsti varla upp vegginn. En í tunglsbirt- unni fyrir utan sem svipti skuggum af öllu ríkti órólegt, eðlilegt lífið og ólga fæðingarmáttarins. Komuð þið með Herrann handa mér? spurði næstum hljómlaus rödd Fílomenu sem hafði rankað við sér, vegna þess ólýsanlega einhvers sem kápa prestsins boðaði. Já. . . Jæja þá. . . þá það. . . En barnið. . . svona hef ég legið, herra, faðir, í þrjá sólarhringa. Faðir Gusmao renndi skilningsríkum augum um hjákátlegt andlit meðhjálparans sem var með hendurnar þaktar vaxi eftir lekann úr kertinu sem hann hélt á. Farðu út héðan, Joao! Meðhjálparinn festi kertið á kassalok við rúmið og fór. Lykt af vaxi og holdi sveif í loftinu í herberginu. Endurtaktu það sem þú sagðir. Fílomena stundi á ný, föl og lasburða. Af þurrum, litlausum vörum hennar steig aftur sama alvarlega ásökunin gegn guði og mönnum. Barnið. . . það vill fæðast en getur það ekki. . . Rétt áðan stakk það út hendinni. . . Svitinn bogaði af föður Gusmao í hitanum í herberginu þegar hann hlustaði á orð konunnar. Þau voru mannleg staðreynd sem eyðilagði mátt þess sem hann hélt á í höndunum, albúinn að sleppa goðsögunni. 541
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.