Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 71
Herrann
þreytu, eftir að þeir höfðu lagt að baki hálfrar annarrar mílu vegalengd.
En daginn eftir yrði Herrann kominn aftur í kirkjuna í Valongueiras,
strangur, og hann krafðist þess að menn gengju með hattinn í höndun-
um og örlítið hoknir í hnjánum fram hjá kirkjudyrunum. Engu að síður
eignaðist hann enginn algerlega á ný, ekki fyrr en einhver annar í
sókninni fyndi að stundin nálgaðist og kallaði á hann að rúmi sínu. Stóra
kirkjuklukkan gæfi þá merki á ný, og þá lyftu þeir honum aftur á
herðarnar og tækju þátt í krafti hans, og sameinuðu beiskju og örvænt-
ingu efnisleysi þess sem var ekkert ómáttugt.
Hún er að ala barn. . .
Jarðneskur þytur fór um undrandi mannfjöldann sem vaknaði af
dvala.
Er barnið fætt?
Nei.
Inni í húsinu rann saman, í þögninni, leynd dauðans og snertingin við
guð, í daufu ljósi frá týru sem lýsti varla upp vegginn. En í tunglsbirt-
unni fyrir utan sem svipti skuggum af öllu ríkti órólegt, eðlilegt lífið og
ólga fæðingarmáttarins.
Komuð þið með Herrann handa mér? spurði næstum hljómlaus rödd
Fílomenu sem hafði rankað við sér, vegna þess ólýsanlega einhvers sem
kápa prestsins boðaði.
Já. . .
Jæja þá. . . þá það. . . En barnið. . . svona hef ég legið, herra, faðir, í
þrjá sólarhringa.
Faðir Gusmao renndi skilningsríkum augum um hjákátlegt andlit
meðhjálparans sem var með hendurnar þaktar vaxi eftir lekann úr
kertinu sem hann hélt á.
Farðu út héðan, Joao!
Meðhjálparinn festi kertið á kassalok við rúmið og fór. Lykt af vaxi og
holdi sveif í loftinu í herberginu.
Endurtaktu það sem þú sagðir.
Fílomena stundi á ný, föl og lasburða. Af þurrum, litlausum vörum
hennar steig aftur sama alvarlega ásökunin gegn guði og mönnum.
Barnið. . . það vill fæðast en getur það ekki. . . Rétt áðan stakk það út
hendinni. . .
Svitinn bogaði af föður Gusmao í hitanum í herberginu þegar hann
hlustaði á orð konunnar. Þau voru mannleg staðreynd sem eyðilagði
mátt þess sem hann hélt á í höndunum, albúinn að sleppa goðsögunni.
541