Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 72
Tímarit Máls og menningar
Jörðin hvarf þá undan fótum hans, hann kenndi svima yfir enninu og
aðeins eitt var stöðugt fyrir mennskum augum hans: Fílomena sem lá í
rúminu með barni sem krafðist þess að koma í heiminn.
Heyrðu, Malakías! hrópaði presturinn æfur.
Já, herra prestur. . .
Hvers vegna sóttirðu ekki lækninn í Lordelo í staðinn fyrir mig?
Eg fór en hann var veikur. Einn. Og svo var ég krafinn um þúsund
dali. . .
Presturinn stóð aftur föstum fótum á jörðinni. Kliðurinn frá krjúp-
andi fólkinu úti í garðinum barst honum til eyrna svo hann varð eðlilega
jarðneskur. Angist Fílomenu var í senn bæn og skipun.
Jæja, heyrðu, bíddu fyrir utan um stund.
Hveitirykið yfir öllu virtist líka vera á hinu föla andliti Fílomenu.
Faðir Gusmao leit vingjarnlega á konuna líkt og barn. Og meðan þau
voru í þannig mannlegum tengslum lagði hann heilaga sakramentið á
kassalokið við hliðina á kertinu, tók klæðið af handleggnum, fór úr
skikkjunni og sagði, um leið og hann lyfti sængurfötunum:
Látum okkur sjá!
Presturinn sá nú í fyrsta sinn konu við slíkar aðstæður, og heitur
straumur lét hrikta í kyrru og einmanalegu hjarta hans. Fílomena var
næstum horfin úr heiminum, en hún fann einnig gust frá því að
velsæmið var brotið á líkama hennar. En veruleikinn stillti næstum strax
huga þeirra beggja.
I þrjá sólarhringa. . . emjaði konan kvartandi og réttlætti sig.
Bláleit, lítil hönd hékk út milli loðinna og sterklegra læra, með
dökkum og bólgnum æðum.
Hefur hún Matthildur ljósmóðir komið?
Hún gerði ekkert; af því bara læknir. . .
Gagnslaust sakramentið lá ofan á kassanum með klæðunum. Kyrrlátt
kertið brann upp hæglega. Það heyrðist í óþreyjufullu fólkinu í garð-
inum.
Heyrðu Malakías!
Já, herra prestur. . .
Eg þarf að þvo mér um hendurnar.
Malarinn horfði bjánalegur á sundurglenntan líkama konunnar og
prestinn, með uppbrettar ermar. En hann sótti þvottaskálina úr leir og
handklæði og fór síðan fram í eldhús að kveikja eld, eins og presturinn
skipaði.
542