Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 72
Tímarit Máls og menningar Jörðin hvarf þá undan fótum hans, hann kenndi svima yfir enninu og aðeins eitt var stöðugt fyrir mennskum augum hans: Fílomena sem lá í rúminu með barni sem krafðist þess að koma í heiminn. Heyrðu, Malakías! hrópaði presturinn æfur. Já, herra prestur. . . Hvers vegna sóttirðu ekki lækninn í Lordelo í staðinn fyrir mig? Eg fór en hann var veikur. Einn. Og svo var ég krafinn um þúsund dali. . . Presturinn stóð aftur föstum fótum á jörðinni. Kliðurinn frá krjúp- andi fólkinu úti í garðinum barst honum til eyrna svo hann varð eðlilega jarðneskur. Angist Fílomenu var í senn bæn og skipun. Jæja, heyrðu, bíddu fyrir utan um stund. Hveitirykið yfir öllu virtist líka vera á hinu föla andliti Fílomenu. Faðir Gusmao leit vingjarnlega á konuna líkt og barn. Og meðan þau voru í þannig mannlegum tengslum lagði hann heilaga sakramentið á kassalokið við hliðina á kertinu, tók klæðið af handleggnum, fór úr skikkjunni og sagði, um leið og hann lyfti sængurfötunum: Látum okkur sjá! Presturinn sá nú í fyrsta sinn konu við slíkar aðstæður, og heitur straumur lét hrikta í kyrru og einmanalegu hjarta hans. Fílomena var næstum horfin úr heiminum, en hún fann einnig gust frá því að velsæmið var brotið á líkama hennar. En veruleikinn stillti næstum strax huga þeirra beggja. I þrjá sólarhringa. . . emjaði konan kvartandi og réttlætti sig. Bláleit, lítil hönd hékk út milli loðinna og sterklegra læra, með dökkum og bólgnum æðum. Hefur hún Matthildur ljósmóðir komið? Hún gerði ekkert; af því bara læknir. . . Gagnslaust sakramentið lá ofan á kassanum með klæðunum. Kyrrlátt kertið brann upp hæglega. Það heyrðist í óþreyjufullu fólkinu í garð- inum. Heyrðu Malakías! Já, herra prestur. . . Eg þarf að þvo mér um hendurnar. Malarinn horfði bjánalegur á sundurglenntan líkama konunnar og prestinn, með uppbrettar ermar. En hann sótti þvottaskálina úr leir og handklæði og fór síðan fram í eldhús að kveikja eld, eins og presturinn skipaði. 542
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.