Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 73
Herrann Presturinn snerti smáu höndina, skjálfandi af hrolli yfir syndinni. Hvítir og kroppaðir fingur hans titruðu af ógeði og ótta við að snerta þetta mjúka hold. Skömmu síðar fálmaði hann djarfmannlegur inni í Fílomenu en að öðru leyti leið honum báglega. Konan stundi veikt. Fólkið fór að ókyrrast yfir biðinni. Meðhjálpar- inn hafði rofnað úr tengslum við atburðina og flæktist ruglaður inn í samræður um sáðlönd, svo hann breiddi yfir að hann skammaðist sín fyrir að vera þarna. Eftir mikla áreynslu, bæði af hendi Fílomenu og prestsins, gripu sterkar, leitandi klær um hrukkóttar tær. Hræddur fjöldinn heyrði skerandi vein. Hvað var þetta? Þegiði. Verkið var hálfnað og presturinn ákveðinn að ljúka því. Brjóstvitið var leiðarljós hans, og óljós vísindi úr handbók, og hendurnar á honum virtust þess vegna þekkja dyr leyndardómsins. Vertu þolinmóð, dóttir góð. . . Tár þjáningar og þakklætis runnu niður andlitið á Fílomenu. Malakías! Herra prestur. . . Sæktu heitt vatn. Malarinn kom aftur í herbergið, og þegar hann sá barnið liggja hálft úti þá missti hann næstum skálina. Malakías kunni það eitt að stjórna myllunni og áburðardýrinu. Hina síðustu þrjá erfiðu daga hafði hann þess vegna væflast ruglaður eftir veginum að Feitas og Lordelu, í leit að Matthildi sem kunni skil á fæðingarhjálp og að lækninum. En þegar hvorugt gat orðið að gagni þá hafði hann sætt sig við óhjákvæmilegan dauða konunnar. Hann sá hana stíga til himna, alþakta hveitirykinu sem huldi allt heima hjá þeim, köngurlóarvefina, köttinn og brúðarklæðin, og á leiðinni vaggaðist hún af kórsöng fólksins í kirkjunni í Valongu- eiras. Hann hafði þegar sætt sig við einsemd ekkjumannsins, jafnvel þótt líkami konunnar væri ekki orðinn kaldur í rúminu. Nú vænti hann þess af prestinum að hann lyki því sem vantaði af umbreytingunni og máði úr huga hans þann örlitla snefil af nálægð sem kom í veg fyrir að hann öðlaðist innri frið. Láttu skálina þarna. Áttu þráð og skæri? Höfuðið var eitt eftir, en kom út þegar Fílomena hafði eytt sínu síðasta afli í að öskra. 543
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.