Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 73
Herrann
Presturinn snerti smáu höndina, skjálfandi af hrolli yfir syndinni.
Hvítir og kroppaðir fingur hans titruðu af ógeði og ótta við að snerta
þetta mjúka hold. Skömmu síðar fálmaði hann djarfmannlegur inni í
Fílomenu en að öðru leyti leið honum báglega.
Konan stundi veikt. Fólkið fór að ókyrrast yfir biðinni. Meðhjálpar-
inn hafði rofnað úr tengslum við atburðina og flæktist ruglaður inn í
samræður um sáðlönd, svo hann breiddi yfir að hann skammaðist sín
fyrir að vera þarna.
Eftir mikla áreynslu, bæði af hendi Fílomenu og prestsins, gripu
sterkar, leitandi klær um hrukkóttar tær. Hræddur fjöldinn heyrði
skerandi vein.
Hvað var þetta?
Þegiði.
Verkið var hálfnað og presturinn ákveðinn að ljúka því. Brjóstvitið
var leiðarljós hans, og óljós vísindi úr handbók, og hendurnar á honum
virtust þess vegna þekkja dyr leyndardómsins.
Vertu þolinmóð, dóttir góð. . .
Tár þjáningar og þakklætis runnu niður andlitið á Fílomenu.
Malakías!
Herra prestur. . .
Sæktu heitt vatn.
Malarinn kom aftur í herbergið, og þegar hann sá barnið liggja hálft
úti þá missti hann næstum skálina. Malakías kunni það eitt að stjórna
myllunni og áburðardýrinu. Hina síðustu þrjá erfiðu daga hafði hann
þess vegna væflast ruglaður eftir veginum að Feitas og Lordelu, í leit að
Matthildi sem kunni skil á fæðingarhjálp og að lækninum. En þegar
hvorugt gat orðið að gagni þá hafði hann sætt sig við óhjákvæmilegan
dauða konunnar. Hann sá hana stíga til himna, alþakta hveitirykinu sem
huldi allt heima hjá þeim, köngurlóarvefina, köttinn og brúðarklæðin,
og á leiðinni vaggaðist hún af kórsöng fólksins í kirkjunni í Valongu-
eiras. Hann hafði þegar sætt sig við einsemd ekkjumannsins, jafnvel þótt
líkami konunnar væri ekki orðinn kaldur í rúminu. Nú vænti hann þess
af prestinum að hann lyki því sem vantaði af umbreytingunni og máði úr
huga hans þann örlitla snefil af nálægð sem kom í veg fyrir að hann
öðlaðist innri frið.
Láttu skálina þarna. Áttu þráð og skæri?
Höfuðið var eitt eftir, en kom út þegar Fílomena hafði eytt sínu
síðasta afli í að öskra.
543