Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 77
Casas Viejas hring kringum húskofann þegar við komum niður. Þar voru fyrir synir Quijada og konan. Hún bauð mér fátæklegan „morgunverð“ sem ég gleypti í mig. Eiginmaður hennar fór eldsnemma að safna saman öðrum bændum. Við Kristófer sefuðum ótta hennar en urðum sjálfir órólegir. Við rekumst á fyrstu þjóðvarðliðana á torgkrílinu í þorpinu. Þeir eru vopnaðir byssum, líta okkur illu auga en hleypa okkur fram hjá orða- laust. I verkalýðshúsinu hittum við Jeronímus Gonzalez og tengdaföður hans „Sexfingra“, Manolo Quijada og Fernando Lago, föður Manúelu, og sitja þeir á rökstólum. Við fjöllum um málin. „Sexfingri" vill fara hægt í sakirnar, Jeronímus vill átök. Við erum fjölmennir og umkringj- um varðliðið, og það gefst upp, fallið eða sigrað. „Sexfingri“ nýtur virðingar sakir aldurs og hann mótmælir tillögunni. Hann vill að farið verði til bæjarstjórans og honum falið að hitta liðþjálfann og segja að íbúarnir séu rólegir og engar óeirðir hafi brotist út til þessa. Fernando, þú ættir að tala við hann, svo hann segi mönnum að við viljum forðast blóðsúthellingar og þyrma lífi þeirra, eins og þeir væru bræður. Segðu það sé vonlaust fyrir hann að sýna mótspyrnu, af því byltingin hafi sigrað um allan Spán. Við urðum „Sexfingra“ sammála. Fernando Lago fór í skyndi að leita „bæjarstjórans". Hálftíma seinna snéri hann aftur. Liðþjálfinn kvaðst aðeins gefast upp að okkur dauðum. Þá sættumst við á áform Jeronímusar Gonzalez. Fólkið átti að sækja að þjóðvarðliðinu og neyða það til uppgjafar, með illu eða góðu. Það yrði hörmulegt, kveinaði „Sexfingri“. Þetta væri allt svo prýðilegt án blóðsúthellinga. Jeronímus Gonzalez og Fernando Lago búa sig undir að stjórna áhlaupinu þegar Pétur Cruz kemur, sonur „Sexfingra“ og er æstur. Hann segir að þjóðvarðliðar hafi farið hjá húsi Juans Cabezas og knúið dyra með byssuskeftunum, því þær voru opnar. Cabezas kom út með son sinn á handleggnum og þeir skipuðu honum hrokafullir að loka dyrunum. Hann lagði barnið frá sér og ætlaði að hlýða, þá dundi skothríðin á honum að ástæðulausu. Nokkrir nágrannar hlupu þá til bækistöðva liðsins og hrópuðu mótmæli. Liðþjálfinn fór út í glugga, við áköf köllin, miðaði vandlega og hellti úr hríðskotabyssu yfir hópinn. Samt tókst leyniskyttu að særa hann og þjóðvarðliða við hlið hans. Við urðum þögulir, í stað þess að hrífast af sögu Péturs Cruz. Allir fundu að í aðsigi var alvarlegt mál. 547
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.