Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 85
Casas Viejas
Heyrðu, segðu bófunum þarna að gefast upp strax eða við skjótum
þá. Eða þú verður sjálfur skotinn.
Þetta er líka uppvöðsluseggur! heyrist rödd segja upp yfir gnýinn. Við
vorum að enda við að afvopna hann.
Sambland af hávaða, reiði og kveini berst til okkar og ég sé fyrir mér
sverðin sem dynja á Manolo.
Láttu þér að kenningu verða. Þetta bíður þeirra ef þeir gefast ekki
upp.
Konan æpir í örvæntingu og lág, hálfkæfð rödd Manolos biður:
Drepið mig ekki. . . Eg hef ekkert illt gert. . . Hlífið mér vegna
barnanna.
Barsmíðarnar halda áfram milli reiðiöskra, kveinstafa konunnar og
stuna frá Manolo.
Þeir skulu gefast upp. . . núna!
Eg finn þeir fara frá húsinu og sé Manolo síðan á svæðinu, skjögra að
hreysi „Sexfingra". Hendurnar eru reyrðar fyrir aftan bak, blóðtaumar á
andlitinu, særðu eftir höggin. Skjögrið eykst og varðliðarnir beina að
honum byssum sínum:
Afram! Áfram!
Hann gengur sem vélmenni, með blóðtaumana á eftir sér. Loksins
hverfur hann inn um dyr „Sexfingra" og kemur ekki út aftur.
Varðliðarnir hika andartak. Hreysið er þögult, en engin merki um
uppgjöf. Byssurnar gelta á ný.
Fyrir neðan vegginn, í nóttinni, heyrum við tvær raddir skiptast á
flausturslegum kveðjum. Framkoman ber vott um mismunandi stöðu:
annar er liðþjálfi, hinn er höfuðsmaður. Höfuðsmaðurinn er nýkominn.
Hann spyr þurrlega frétta og segir:
Skipað er að taka enga fanga, heldur uppræta þetta — og búið!
Liðþjálfinn muldrar eitthvað ógreinilega. Hann hefur eflaust maldað í
móinn, því höfuðsmaðurinn svarar fúllega:
Ekkert slíkt! Við kennum öllum á Spáni svo þetta endurtaki sig ekki.
Þetta eru ströngustu fyrirmæli.
Þeir kveðjast og ég heyri að fjölmargir hermenn úr áhlaupasveit eru
meðal þjóðvarðliðanna. Hundrað byssur gjamma, meðan olíubornum
logandi druslum er fleygt á hreysi „Sexfingra". Reiðin ólgar í mér.
Kristófer skríður að útgönguopinu. Hann þegir en ég skynja hvað hann
ætlar og snerti handlegg hans laust og stóðva hann, þótt löngun mín sé
sú sama. Kona Manolos heldur áfram að gráta.
555