Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 85
Casas Viejas Heyrðu, segðu bófunum þarna að gefast upp strax eða við skjótum þá. Eða þú verður sjálfur skotinn. Þetta er líka uppvöðsluseggur! heyrist rödd segja upp yfir gnýinn. Við vorum að enda við að afvopna hann. Sambland af hávaða, reiði og kveini berst til okkar og ég sé fyrir mér sverðin sem dynja á Manolo. Láttu þér að kenningu verða. Þetta bíður þeirra ef þeir gefast ekki upp. Konan æpir í örvæntingu og lág, hálfkæfð rödd Manolos biður: Drepið mig ekki. . . Eg hef ekkert illt gert. . . Hlífið mér vegna barnanna. Barsmíðarnar halda áfram milli reiðiöskra, kveinstafa konunnar og stuna frá Manolo. Þeir skulu gefast upp. . . núna! Eg finn þeir fara frá húsinu og sé Manolo síðan á svæðinu, skjögra að hreysi „Sexfingra". Hendurnar eru reyrðar fyrir aftan bak, blóðtaumar á andlitinu, særðu eftir höggin. Skjögrið eykst og varðliðarnir beina að honum byssum sínum: Afram! Áfram! Hann gengur sem vélmenni, með blóðtaumana á eftir sér. Loksins hverfur hann inn um dyr „Sexfingra" og kemur ekki út aftur. Varðliðarnir hika andartak. Hreysið er þögult, en engin merki um uppgjöf. Byssurnar gelta á ný. Fyrir neðan vegginn, í nóttinni, heyrum við tvær raddir skiptast á flausturslegum kveðjum. Framkoman ber vott um mismunandi stöðu: annar er liðþjálfi, hinn er höfuðsmaður. Höfuðsmaðurinn er nýkominn. Hann spyr þurrlega frétta og segir: Skipað er að taka enga fanga, heldur uppræta þetta — og búið! Liðþjálfinn muldrar eitthvað ógreinilega. Hann hefur eflaust maldað í móinn, því höfuðsmaðurinn svarar fúllega: Ekkert slíkt! Við kennum öllum á Spáni svo þetta endurtaki sig ekki. Þetta eru ströngustu fyrirmæli. Þeir kveðjast og ég heyri að fjölmargir hermenn úr áhlaupasveit eru meðal þjóðvarðliðanna. Hundrað byssur gjamma, meðan olíubornum logandi druslum er fleygt á hreysi „Sexfingra". Reiðin ólgar í mér. Kristófer skríður að útgönguopinu. Hann þegir en ég skynja hvað hann ætlar og snerti handlegg hans laust og stóðva hann, þótt löngun mín sé sú sama. Kona Manolos heldur áfram að gráta. 555
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.