Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 88
Tímarit Máls og menningar hann ber ekki kennsl á það strax. Höfuðsmaðurinn talar, en Fernando Lago snýr sér ekki við og fellur magnþrota yfir hina svörtu þúst sem enn rýkur úr. Skelfingaröskur rýfur nóttina og berst til okkar skerandi: Dóttir mín! Hann er dreginn upp á handleggnum, og þegar hann stendur aftur uppréttur hrópar hann með miklum handaslætti harm sinn og reiði, en skammbyssu er beint að höfði hans — skot — og hann fellur dauður ofan á brunnið lík Manúelu. A örvæntingarfullan hátt reyni ég að ná skotmarkinu hreinu, en höfuðsmaðurinn er sífellt umkringdur varðliðsmönnum og fer út og inn á sjónmál mitt úr gatinu. Kristófer kennir þetta klaufaskap mínum og reynir líka, en árangurslaust. Varðliðarnir stugga fleiri bændum inn í gripagarðinn, skot, og lík fellur yfir það sem fyrir var. Eg þoli þetta ekki, verð sem óður, viti mínu fjær og annað hvort slefa eða blóð er á vörum mér. Nú skríð ég að lúkunni sem við komum inn um, segi ekkert við Kristófer, en hann kemur á eftir mér. Eg man óljóst að Manolo tók stigann, gildir einu, ég stekk út í myrkrið, heyri kúna hreyfast við hlið mér, til vinstri, og skruðning í Kristófer sem stekkur líka. Dimmt er og þögult, skelfingin hefur eflaust gert konu Manolos hljóða í húskofanum. Við skríðum sem skriðdýr í myrkrinu, ég hvísla að Kristófer: Miðum samtímis. Við húshornið heyrðist, skammt undan, hálfkæfð rödd grátandi karlmanns sem sagði: Höfuðsmaður minn, ég hef starfað hér í þjóðvarðliðinu í fimm mánuði og þekki þennan mann aðeins að góðu. Svo hefur hann verið veikur á annað ár. Eg ábyrgist hann. Eg þekki röddina sem svarar: Reyndu ekki að blekkja mig með veikindakjaftæði. Hann verður hér eftir eins og hinir. — Og hann endurtekur: Fyrirmæli mín eru ströng; ég hlýði þeim. Eg gægist fram, sé hann á hreyfingu, má engan tíma missa og skýt; og ég skýt á ný. Kliður fyllir myrkrið, með skothríð, og það eru reiðihróp og hlaupið í átt til okkar. Algert uppnám. Eg veit ekki hvort ég er á lífi eða þegar í öðrum heimi, fell, rís upp, á stöðugum hlaupum og veit ekki enn hvort ég er heill eða særður. Myrkrið er hvarvetna. Eg ligg flatur og heyri 558
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.