Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 90
Tímarit Máls og menningar
Nýtt skot. Sá sem hleypur nálgast. Eg þrýsti mér að veggnum, með
mundaða skammbyssu og bíð. Engin lausn bíður mín. En fótatakið sem
nálgast, þyngist, verður hægara og ég heyri stunu. Veran stendur í
dyrunum og byrgir fyrir dagsbirtuna. Ég er að því kominn að skjóta
þegar ég sé að þetta er Kristófer, kengboginn með hönd á kviðnum. Ur
augnaráði hans skín uppgjöf við að sjá mig, þögull harmleikur, tak-
markalaus hryggð. Slíkt hef ég aldrei séð í augum neins. Svo skjögrar
hann dettur við fætur mér, útvaðandi í blóði. Eg lýt yfir hann en
hætti þegar nýtt fótatak og hlaup nálgast. Kristófer hvíslar lágt:
Flýðu. . . flýðu. . .
Hik kemur á mig, en ég get ekki risið upp: samstaðan bindur okkur
og einkennilegur svipur skín úr augum Kristófers. Fótatakið nálgast og
fjarlægist síðan. Hlaupið er nú í öfuga átt. Eg lít aftur á Kristófer sem á
stöðugt erfiðara um andardráttinn og stór blóðpollur rennur frá honum.
Ljóminn þverr í augum hans, en þó vottar þar enn fyrir lífi.
Kristófer! hrópa ég í örvæntingu.
Hægri hönd hans fellur þreytuleg að vestisvasa og lykst um lítinn
járnkross sem konan hefur gefið honum. Ur munni hans er hvíslað
veikt:
Segðu Rocío að ég hafi hugsað til hennar. . . og til barnanna. . . líka. . .
Mig langar að gera eitthvað honum til bjargar en veit ekki hvað, og
finn að allt er gagnslaust og orðið um seinan; hann er glataður. Orvænt-
ing grípur mig. Augnaráð Kristófers verður stöðugt óljósara, ég þoli
ekki að horfa lengur á hann, rís á fætur, halla mér að veggnum með
lokuð augu. Höfuðið á mér er eins og steikt á glóð, brjóstið ætlar að
springa en kokið lokast; ég skelf í hnjáliðunum. Ósjálfrátt græt ég.
„Heimurinn verður annar í framtíðinni. . . Gjörbreyttur. . .“ Eg leita
mér huggunar: „Kristófer barðist í þágu framtíðarinnar og dó svo
heimurinn batnaði. . .“ Mér mistekst að hemja tilfinningarnar sem ólga í
mér. Mér kemur Guzman í hug sem féll fyrir tveimur dögum, og ég sé
mig aka í bílnum til að færa Kristófer fréttina, og hann færir nafn hins
látna félaga á lista yfir þá sem hafa fallið fyrir málstað okkar.
Eg færi mig frá veggnum. Augun í mér brenna, virðast stækka og
þenja út augnatóftirnar. Þá lýt ég yfir Kristófer, teygi fram skjálfandi
hendur og fálma. Fingurnir vökna í storknandi blóði og ég fálma og
finn, læði inn hendinni og dreg fram bókarkorn úr innri jakkavasanum.
Svo hristi ég hana eins og hún væri rykug. A bókina er skrifað með
rauðu bleki „3. hefti“ og ég fletti og leita að fyrsta auða blaðinu: nöfn,
360