Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 94
Tímarit Máls og menningar Faðirinn vildi ekki tala um stríð. Fólk var undrandi að hann léti mynd af jafn fyrirlitlegum hlut hanga á vegg. Jenito vissi að afi hans hafði átt hina nú örlítið upplituðu mynd, atkvæðamaður sem unni henni eins og hún væri ættarmerkið. Afinn var víst einn af þeim sem heyrði trumbuna hljóma. Heyrir þú það ekki, Guida? spurði Jenito óþolinmóður. Systirin skildi og var næm fyrir hlutum sem fullorðnum voru huldir. Fau sperrtu eyrun. Guida heyrði að lokum óljós hófasköll langt í burtu og göfuga eggjan trumbunnar. Stundum sýndist henni jafnvel að hermennirnir hreyfðust og ætluðu af myndinni út í stofuna, að stáleggjar byssustingjanna rækjust inn í augu áhorfandans. Náföl og grátandi sagði hún: Eg er hrædd. Ég vil ekki hlusta á trumbuna lengur. Hún fór. Jenito hlustaði einn. Og þótt hann fengi aldrei aðra gjöf var trumban vel þess virði. Fegar hann vaknaði á jólamorgun hafði hann rekist á trumbuna við höfðalagið og hjartað sprakk næstum af undrun. Fað hætti að slá andartak. Hann hljóp á öndinni fram í sal og reyndi að líkja rækilega eftir stöðu, svip og krafti drengsins með trumbuna. Hann ærði fólk næstum með trumbuslætti, alla daga á öllum stundum, uns faðir hans aðvaraði hann: Jenito, trumban slitnar við svona mikla notkun. Faðirinn var góður faðir, karlmannlegur og bar höfuðið hátt. Og hárið var þykkt, grátt, höfðinglegt. Legði hann áherslu á einhverja skoðun bar hann fingurna upp að tignarlega höfðinu og hamdi óstýri- látan lokk sem féll niður í augu. Drenginn langaði að segja: Gerðu þetta aftur, pabbi. Faðir hans var voldugastur í veröldinni. Hann vann í plastverksmiðju í úthverfunum og þurfti að fara snemma til að ná lestinni. Jenito hitti hann aðeins undir kvöld. Faðirinn settist þá í tágastól með pípu í munninum, djúpa hrukku á enni og bók í hönd. Jenito sat á hækjum sínum á gólfteppinu og gat horft endalaust á hann. Hann hataði þess vegna ókunnugu mennina sem komu í heimsókn á kvöldin og lokuðu sig inni í litlu stofunni með pabba hans, þar sem saumavélin var og skrifborð og hringborðið sem fjölskyldan spilaði stundum við á spil. Og sægur af bókum. Faðirinn fékk aldrei nóg af þeim. Mamma, hverjir eru þessir menn? Vinir hans föður þíns. 564
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.