Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 97
Drengurinn og trumban hattinn keyrðan á höfuðið, andlitið í skugga. Hann fór út í annan glugga að gægjast út á götu. Bíllinn var þar, kyrr, ógnþrunginn. Svartur bíll vekur ótta, kyrr í nóttinni. Fyrir aftan hann var éppi. Ut úr honum komu lögreglumenn og tóku sér stöðu beggja vegna við götuna, uns þeir hurfu í þokuna, vopnaðir raunverulegum byssum. Faðirinn var nokkra mánuði í burtu. Allt í einu tók undarlega fyrir heimsóknirnar, fólk virtist vita eða geta sér til að faðirinn var á ferðalagi. Hvar er pabbi? Hvaða menn voru þetta? Hvert fóru þeir með hann? Hann fór í ferðalag, svaraði móðirin. Voru mennirnir þá vinir hans? Svona menn eru engir vinir. Þetta eru dýr, greip frændinn fram í hatursfullum rómi. Hvers vegna útskýra fullorðnir ekki þannig að maður skilji? Hvað henti föðurinn, frændann eða gerðist á heimilinu? Ymislegt breyttist eftir að faðirinn fór, kvöldið þegar mennirnir með hattinn eða dýrin sóttu hann í ógurlega bílnum. En það henti ekki oftar. Jenito horfði ákafur á myndina, á drenginn með bláu húfuna sem blés hermönnum hugrekki í brjóst, og hann vissi að hefði hann sótt trumbuna sína um kvöldið hefðu mennirnir eða dýrin sem komu án þess að taka ofan flúið af hræðslu. Drengurinn lét ekki blekkjast, faðir hans fór ekki af fúsum vilja, var ekki á ferðalagi. En hvað hafði hann aðhafst sem vakti óvild, og hvers vegna hafði móðir hans, frændinn, nágrannarnir og hann sjálfur ekki varið hann? Alla vantaði eitthvað — trumbu. Næstu drungalegu mánuðina, meðan faðirinn var í burtu, hreyfði hann ekki trumbuna af hillunni. Þegar faðirinn kom hafði hann breyst, hárið gránað meir og hann gugginn, grindhoraður, bakið bogið og andlitið hryggt. Jenito faldi sig stundum í herberginu sínu og grét. Faðirinn hafði verið sviptur sinni karlmannlegu æskugleði. Drengurinn spurði samt einskis um hvað hefði gerst. Þeir sátu saman steinþegjandi, líkt og samsekir um fjarlægar en sínálægar mótgerðir. Einu sinni þegar þeir fóru niður á strönd kom faðir hans ber að ofan úr fataklefanum, og þá rak hann augun í ör á bakinu sem var enn þrútið, þvert yfir vöðvastælt holdið. Drengnum féllust hendur. Hvað er þetta, pabbi? Eg féll á glerbrot fyrir löngu. Jakkinn þinn var samt ekki rifinn. 567
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.