Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 103
Jose Cardoso Pires
Þjóðvegur númer 43
i
Þegar komið er fram hjá Azinheira fer að verða strjálbýlt. Engar krár,
smábýlin hverfa smám saman og hinn tötralegi strákavaður og vegurinn
teygist flatneskjulegur gegnum sveitina áþekkur gleraugnaslöngu sem
dottar í heitu sólskini sumarsins.
Þá er það að fyrstu sumarhitarnir byrja að þurrka upp votlendissvæð-
in í suðri. Leirinn sekkur til botns og fúnandi hálmstrá horfa upp úr
dauðum forarpyttum. Skelfingu lostnir horfa froskarnir í fenjunum á
hvernig vatnið fer hægt þverrandi, og að lokum springa þeir uppbelgdir í
sólinni með skrælnaðan skrápinn.
Auðnirnar sviðna með þessum hætti í miskunnarlausum sólarhitan-
um. Jörðin springur, hér og þar með háu snarki, skorpnar, og sefbrúskar
veifa leirugum stráum líkum fánum. Pollarnir andvarpa í síðasta sinn, og
eftir það fyllist loftið af mýflugnamekki sem flækist um sléttuna.
Þjóðvegurinn númer 43 liggur yfir þetta eyðilega landsvæði. Vegurinn
er nakinn og sléttur, og aðeins stöku sinnum er tómleiki landslagsins
rofinn af gömlu húsi fullu af rottum. Smalar eða ferðamenn rekast
aðeins stöku sinnum á stakt tré þar sem hægt er að hvíla sig.
Um leið og hitarnir hefjast fer fram nauðsynleg viðgerð á veginum.
Viðvörunarskilti er sett upp á ákveðnum stað: Varúd Viðgerð Há-
markshraði 10 km — og skammt undan er verkamannahópur væddur
hökum og skóflum að burðast með möl og að strá sandi eða fylla upp
holur með asfalti. Aðrir húka yfir kötlunum þar sem bikið vellur, sumir
fylgja þjöppunni, en allir eru að kafna í reykjarmekki og kæfandi stál-
bikspest.
Stöku sinnum fer þarna um flutningabíll. Hann ekur í gufumekki
áþekkari lest en flutningabíl, og hann ryður frá sér hillingaskýjunum
sem titra fyrir ofan veginn. Bílstjórinn á það til að nema staðar og biðja
um vatn á kælinn og drekkur sjálfur sopa og heldur síðan sína leið.
Varúð Viðgerðir Hámarkshraði 10 km. Vegarskiltið færist stöðugt
fram á við.
573