Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 105
Þjódvegur númer 43 Hann skrúfaði frá tjörukrananum, sneri varlega tvo hringi svo bráðið sullaðist ekki til beggja hliða. Nægði þetta ekki til að gera hvern mann vitlausan? Hann leit til félaga síns líkt og hann leitaði eftir svari, samþykki. Veistu, ég hélt jafnvel hún væri dáin og því væri leynt fyrir mér, eða að barnið hefði fæðst bæklað, hélt hann áfram og hafði ekki augun af mjóu andliti kyndarans og tóma auganu. Augað, hin dauða hola, bliknaði ekki vitund, en engu að síður fylgdist hann vel með andliti kyndarans og svip. Andlit hans var einhvern veginn áhugalaust sökum augans, dálítið ellilegt og sannarlega háðskt. Kyndarinn hlustaði og hélt um handlegginn þar sem moskítóflugan stakk hann, uns að því kom að honum þótti sér einnig skylt að segja frá sínum högum: Vinur minn, oft leggur maður sig í hræðilega áhættu vegna örlítils gamans, hóf hann söguna; hættur sem enginn kann að meta. Og þær hentu tengdadóttur mína þegar hún eignaðist fyrsta barnið. Eitt sinn kom stúlkan frá brunninum og henni skrikaði fótur eða eitthvað slíkt og búmm. En hún varðist falli og á hana kom þvílíkur slynkur að barnið hrökk að brjósti hennar, næstum að hjartastað. Kyndarinn hélt áfram að huga að handleggnum þótt hann segði frá tengdadóttur sinni og handlangarinn stæði fyrir framan hann og drykki í sig hvert orð. Jæja, vinur, enginn getur ímyndað sér hvað læknirinn átti í miklum brösum við að koma öllu aftur í lag. Oþarft er auðvitað að geta allra kvalanna sem stúlkan þoldi. Þær voru fyrir hana þvílík ósköp. Heyrðu, sérðu hérna vilsuna? Manúel Pinto skoðaði vilsuna en þagði. Hin fatan var orðin full af malbiki og hann bjóst til að fara. Þeir hafa rétt fyrir sér þarna í Algarve, hélt kyndarinn áfram. Ófrísk á konan alltaf í brösum, hafa þeir að orðtæki. Það er ekki svo vitlaust hjá þeim. Kyndarinn lauk máli sínu, en hélt síðan áfram þótt hinn væri farinn: Auðvitað á þetta við kvenfólkið í Algarve. En það skellir sér samt fljótt í rúmið. . . Malarhaugar voru fram með veginum og kaggar og tunnur í röð. Manúel Pinto fór oft fram hjá röðunum og gaf þeim engan gaum, kengboginn við fötuburðinn. Hitinn frá slitlaginu gaf til kynna hvað langt var að úðunarvélinni og 575
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.