Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 110
Tímarit Máls og menningar rauður. Allt gerði þetta hann áþekkan ömurlegri fuglahræðu sem vind- urinn skekur. Verkstjórinn kom á vettvang. Hver er hann þessi maður? Verkstjórinn stóð á öndinni og kom í fylgd bílstjórans. Hann fékk það svar að maðurinn væri einn af nýliðunum sem höfðu komið um kvöldið, og hann beygði sig niður og reyndi að sjá framan í manninn en varð að gefast upp. Djöfull er að sjá þetta, andvarpaði hann og reisti sig upp og hringsner- ist. Hvernig í ósköpunum fór hann að þessu? Kyndarinn tók spurninguna til sín og deplaði ákaft heila auganu, snarruglaður. Þetta var búið og gert þegar við rákumst á hann, útskýrði hann. Eðlilegasta skýringin er að hann hafi asnast til að opna kranann og stálbikið spýst þá framan í hann. Nú er bara að vita hvort hann fékk í augun. Fékk? spurði verkstjórinn flaumósa og hristi manninn sem varðist. Verkstjórinn virtist ætla að vekja hann, hrista úr honum óttann og spurði: Fékkstu í augun, segðu, ha? Maðurinn svaraði með því að lyfta höfði en hélt áfram að hylja andlitið í höndum sér. Kringum hann ríkti þögn. Verkamennirnir og verkstjórinn stóðu agndofa fyrir framan hið litla höfuð sem var næstum barnshöfuð. Hendurnar hafa límst við andlitið, sagði einhver skrækróma. Mennirnir stóðu stöku sinnum kyrrir, lamaðir af feimni og hinni lágu rödd sem hélaði þá að innan og vegna andlitsins sem tíu næstum hreyfingarlausir fingur læstust um. Bifreiðastjórinn tók þá af skarið, rauf þögnina og sagði: Berum hann þangað. Sækið steinolíu í flýti. I sömu svifum tók hann sjálfur um síður mannsins og dró hann að eldhólfinu, með aðstoð kyndarans og handlangarans. Ekki þangað, skipaði verkstjórinn. Maðurinn þarf að fá loft. Hann gekk í veg fyrir þá. Bílstjórinn vissi best hvað hann var að gera. Hinn slasaði þarfnaðist einskis fremur en hita, ekki lofts, hita svo að bikið bráðnaði, og svo steinolíu: Djöfull, er ekki þarna steinolía? Bílstjóranum var færð stór steinolíuflaska. Hann bar olíu varlega á 580
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.