Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 110
Tímarit Máls og menningar
rauður. Allt gerði þetta hann áþekkan ömurlegri fuglahræðu sem vind-
urinn skekur.
Verkstjórinn kom á vettvang.
Hver er hann þessi maður?
Verkstjórinn stóð á öndinni og kom í fylgd bílstjórans. Hann fékk
það svar að maðurinn væri einn af nýliðunum sem höfðu komið um
kvöldið, og hann beygði sig niður og reyndi að sjá framan í manninn en
varð að gefast upp.
Djöfull er að sjá þetta, andvarpaði hann og reisti sig upp og hringsner-
ist. Hvernig í ósköpunum fór hann að þessu?
Kyndarinn tók spurninguna til sín og deplaði ákaft heila auganu,
snarruglaður.
Þetta var búið og gert þegar við rákumst á hann, útskýrði hann.
Eðlilegasta skýringin er að hann hafi asnast til að opna kranann og
stálbikið spýst þá framan í hann. Nú er bara að vita hvort hann fékk í
augun.
Fékk? spurði verkstjórinn flaumósa og hristi manninn sem varðist.
Verkstjórinn virtist ætla að vekja hann, hrista úr honum óttann og
spurði:
Fékkstu í augun, segðu, ha?
Maðurinn svaraði með því að lyfta höfði en hélt áfram að hylja
andlitið í höndum sér. Kringum hann ríkti þögn. Verkamennirnir og
verkstjórinn stóðu agndofa fyrir framan hið litla höfuð sem var næstum
barnshöfuð.
Hendurnar hafa límst við andlitið, sagði einhver skrækróma.
Mennirnir stóðu stöku sinnum kyrrir, lamaðir af feimni og hinni lágu
rödd sem hélaði þá að innan og vegna andlitsins sem tíu næstum
hreyfingarlausir fingur læstust um.
Bifreiðastjórinn tók þá af skarið, rauf þögnina og sagði:
Berum hann þangað. Sækið steinolíu í flýti.
I sömu svifum tók hann sjálfur um síður mannsins og dró hann að
eldhólfinu, með aðstoð kyndarans og handlangarans.
Ekki þangað, skipaði verkstjórinn. Maðurinn þarf að fá loft.
Hann gekk í veg fyrir þá. Bílstjórinn vissi best hvað hann var að gera.
Hinn slasaði þarfnaðist einskis fremur en hita, ekki lofts, hita svo að
bikið bráðnaði, og svo steinolíu:
Djöfull, er ekki þarna steinolía?
Bílstjóranum var færð stór steinolíuflaska. Hann bar olíu varlega á
580