Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 111
Þjóðvegur númer 43
hendur og þann hluta andlitsins sem sveitamaðurinn huldi ekki. Meðan
því fór fram barði hinn slasaði stöðugt og æfur klossunum sínum í
jörðina. Nú losnaði um fingur. Maðurinn vældi hátt. Svo losnaði annar
fingur og enn annar. I lokin varpaði maðurinn sér fram á við í örvænt-
ingu og spann síðan hringa blindandi fyrir framan félaga sína. Hann velti
sér og hringsnerist eins og vitlaus maður, baðaði út höndunum eins og
hann ætlaði að fleygja þeim af líkamanum, langt í burtu og losna við
þær. Og hann spennti höfuðið móti himni með andlitið flakandi í
bikskánum, en í stað augna voru tvær bólgnar bikkúlur.
Bílstjórinn hljóp til og greip hann.
Bíddu andartak, sagði hann og bað aftur um olíuflöskuna með
bendingu.
Nú stóð hann fyrir framan manninn og þvoði framan úr honum með
druslu vættri olíu. Bikið flagnaði smám saman frá andlitinu og augnalok-
in komu í ljós, rauð og gljáandi, þykkt bik sem loddi við bráhárin hélt
þeim aftur.
Hundurinn Fadista ýlfraði einhvers staðar.
Þaggið fyrir mig niður í þessum hundi, skipaði ógnandi rödd.
Enginn svaraði. Verkamennirnir voru þögulir, ruglaðir, og gnístu
tönnum. Innra með sér tóku þeir þátt í baráttu félaga síns sem stappaði í
jörðina eins og hann træði á kvölinni eða á sjálfum sér. Hann stirðnaði
upp og hreyfði augun í hring á bak við blýföst augnalokin. Hann reyndi
að klóra upp augun og líta ljós lífsins, en beygðist svo í keng og kyssti
næstum jörðina. Steinolían draup þá framan úr honum. Að síðustu
jarmaði hann og reif upp hið svarta tjald sem aðgreindi hann frá
heiminum.
Opnaðu ekki augun strax, bað bílstjórinn og makaði feiti á andlit
mannsins og hendur.
Brátt sagði hann:
Svona. Núna er því versta lokið. Læknirinn verður að taka við.
Slasaði maðurinn skyrpti, hristi hendurnar, og táraflóð streymdi úr
augum hans. Óstyrkum fótum steig hann fram eilítið vankaður, nam
staðar, en tók óvænt undir sig stökk og flýði út á vegarkantinn.
Hundurinn Fadista ýlfraði nú hærra.
Hundspott og tíkarsonur, urraði sama rödd og áður og upp spratt
verkamaður með lurk í hendi. Hinir opnuðu honum leið. Sumir hnöpp-
uðust enn kringum eldholið, en aðrir fóru að tínast í átt að slasaða
manninum. Matfordinum var líka ekið aftur á bak að honum.
581