Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 113
Þjódvegur númer 43
bílinn hverfa í rykský að þeir hurfu til vinnunnar, heillaðir af bergmál-
inu frá hinu örvæntingarfulla ópi félaga þeirra. Og þegar Manúel Pinto
var rétt umslag sem bílstjórinn hafði skilið eftir þá hélt hann því milli
fingranna, en fitlaði svo við að opna það og las áhugalaust.
Hann var talsverðan tíma að átta sig á að konan hans hafði krotað hina
kræklóttu skrift.
JOSE CARDOS PIRES, fæddur 1925, fylgir að málum hörðu raunsæi en ekki
hrottalegu, og tíðum mildar hann atburðarásina með leyndardómi eða jafnvel dulúð.
Það er þess vegna sem leynilögreglusagan liggur svo vel fyrir honum, hún hefur yfir
sér hvort tveggja ef hún er vel gerð. Hið harða raunsæi í verkum hans er líkt og
andsvar við tilfinningaseminni sem skaut upp kollinum innan raunsæisins. Angi af
henni er í sögu Fonseca hér í safninu. En öðru fremur eru vinnuaðferðir hans
afleiðing þess hvað hann hefur lifað auðugu lífi og á vissan hátt fjarlægu menntalífi.
Annað er að í sögum hans er einhver meginhugsun, þótt söguþræðinum sé sveiflað á
ýmsa vegu og stundum týnist hann. I smásögunum kemur meginhugsunin skýrast í
ljós. Þannig sögur enda á lykilsetningum sem gera útsláttinn. Það sem hefur vafist
fyrir lesandanum kannski alla söguna er neglt honum í minni í lausn í lokin.
Bókmenntirnar eru þá ætlaðar skilningnum en ekki heilabrotum. Þær opnast ekki að
endaðri frásögn móti frásögu eða sagnaáráttu lesandans sjálfs.
Os caminheiros, Vegavinnumennirnir frá 1949 mokuðu Pires upp á portúgalska
bókmenntahimininn. í þeirri bók voru smásögur. Eftir það skrifaði hann fjölda
bóka, svo sem Hospedes de Job, Gestir Jobs, skáldsögu, og aðra O Delfim,
Höfrungurinn, skáldsögu sem svipar með ýmsum hætti til Barónsins eftir Fonseca,
nema að því leyti að söguþráðurinn er margir söguþræðir sem liggja samhliða að
fremur óljósu takmarki, huldu mýrarþoku og portúgalskri dulúð. Sagan fjallar um
rithöfund sem er að reyna að semja skáldsögu og inn í líf hans fléttast fortíðin og
hinir ytri atburðir sem eru að gerast kringum höfundinn. Svipað og Fonseca er Pires
portúgölsk fortíð kær, eða öllu heldur er hann eilíflega að velta fyrir sér hver þjóðin
er, í goðsögum sínum, í sköpun sögu hversdagsins. Hver er ég og þjóð mín? liggur
honum á hjarta. Hann skrifar ekki sögu til þess að segja frá heldur til þess að aðrir
spyrji sjálfa sig í félagi við hann. Þjóðin liggur á höfundunum eins og mara, og
einmitt af þessu heillar súrrealisminn, í bland við hugarflugstefnu, bæði hann og
flesta rithöfunda og ljóðskáld samtímans, eftir andlát Salazar.
583