Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 115
Unnustinn Nú lagði hann leið sína niður í miðbæ og stytti sér leið um dimmar dauflýstar götur sem hann þekkti varla. Nóttin var köld. Blár og fjólublár bjarminn á veggjunum frá götuluktunum líktist blettum á málverkum impressionistanna. Frá kúptu götusteinunum barst klísturs- legur raki, þar sem slímug óhreinindi runnu rotin um rennusteinana. Borgin var þögul og ljósin slökkt í þessum bæjarhluta þar sem húsunum svipaði til fornra leikhúsa með svalir hverjar upp af annarri. Unnustinn gekk rösklega og dálítið ögrandi, sem er dæmigert fyrir feimin ung- menni. Búðargluggi vakti þó stundum áhuga hans og hann hikaði. Hann var svangur, kvalinn af ótrúlegri, lævísri, óstöðvandi svengd, svengd sem er kyrrlát fasta en þó hræðilegri en algert hungur vegna þess að hún nagar að innan, leiðir í freistingu, vekur minningar. Hann vissi að það að skoða búðargluggana fulla af matvælum, alidúfum með sína gráleitu pöru í hlaupi, grísum með rósrautt hold líkt ostruvöðva og fitu með nektargljáa, hauga af fylltu brauði, fiska, aldin, að það mundi vekja græðgi ef hann góndi á krásirnar. Hann skundaði fram hjá án þess að snúa andlitinu, strangur og þenkjandi á svip. I tveimur dyraskotum voru skuggar grárra kvenna sem kölluðu á hann hrjúfum örvæntingarfullum rómi, en þó háðskum, kaldhæðnum, þreytulegum. Samt örlaði á bjart- sýni og fylgdu væntanlega svívirðingar. Hann sá skuggana á hreyfingu, nálgast svo skrjáf heyrðist í klæðum. Það skein á kynduga glerskartgripi í myrkrinu og hendur snertu hann á leið fram hjá og framan í hann gaus lykt af púðri, svo ógeðsleg að hann hóstaði, en einnig fundu nasir hans lykt af fúkka, ódýrum smyrslum sem líktu eftir jasmínulykt. Hann hélt áfram, lést vera rólegur. Hann hélt hann reikaði á fótunum, að hann streittist á göngunni árangurslaust, án þess fæturnir hlýddu honum. Vafðar inn í kápurnar heyrðust konurnar tala, roggnar og hrjúfar, og þær horfðu á eftir honum, hlógu sín í milli og ranghvolfdu augunum. Honum þótti þær allar vera freistarar. Sumar voru voldugar og reisu- legar líkar þroskuðum gyðjum, þreytulegar og engin lygi í svipnum, enda er nektin þeim eðlileg, því siðleysið er ekkert annað en árátta og venjurnar einvörðungu aðferð við að læra siðaboðskap. Súrar voru þær allar, hárbeittar sem hnífar og sérfræðingar í spillingu, kaldar í hugsun og láta sjaldan undan tilfinningasemi. I sjálfu sér langaði hann að sigrast á þeim, einkum þar sem þær voru freistandi konur og erfitt að vita hvort þær vilja í rauninni karlmann. Engu að síður fór hann fram hjá og leit ekki við þeim. Nú var hann kominn niður í miðbæ sem iðaði af hljóðlátum skugga- 585
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.