Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 118
Tímarit Máls og menningar halda uppi þunga skuggans. Fátækrahverfin líktust hoknum dvergum, þverhnípi, lík mörðum og ógnandi stórum limi. A turnunum gnæfðu tildursleg hvolfþök móti himninum. Eitthvað sindraði, það glamraði í glerþakflís, hrímgaðri á þakbrún. Létt ljósflökt var rofið, næstum draumkennt. Skerandi, látlausir fuglaskrækir fylltu loftið og það heyrð- ist vængjaþytur frá dúfunum sem gerðu sér hreiður í skotum á kirkjunni, milli kvenlíkneskjanna á hliðunum, í fellingum minnismerkj- anna. Unnustinn muldraði: „I dag verð ég að fara einu sinni enn.“ Hjarta hans þrútnaði af taumlausri kvöl, líkt og hann þyrfti að ámæla vanþakklæti einhvers. Hann lauk upp glugganum sem endaði í boga. Lágt handrið náði honum í hné og aðskildi hann frá hyldýpinu, völund- arhúsinu sem var enn dimmt, götunum þaðan sem fyrstu köllin gullu. Yfir næstu brautarstöð sá hann flökta reyk hvæsandi eimvagna og heyrði flautið og hvásið í þrýstihemlunum og hið háttbundna hringl í högg- deyfurunum. Brátt yrði hann að fara, hugsaði hann. Gríðarlegur kulda- hrollur var í honum. Nakið herbergið var á bak við hann, andstyggilegt og kalt. Núna var hvert skot að vakna, dýrin rumskuðu og teygðu úr sér, geispað var og rumið, andgufa úr þúsund munnum sem geifluðust stirðir af svefnhöfga. Honum birtist þetta líkt og andartak, og þá sá hann, heyrði og lifði kliðinn í því stóra búri sem borgin var, með húsum sínum, sundum, fletum, grænum garðbekkjum, með sínum dyngjum, bíóum, skrifstofubákni, hóruhúsum, ritstjórnarskrifstofum og rúmum af keisarastærð inni á heimilum borgaranna. Hann skynjaði allan þennan draumhöfga, vott af ellihrumleik, hnignunina, hin heillandi örlög, og skynjunin nísti hann andartak og settist að í huga hans áþekk uppljóm- un. Borgin var þrekinn líkami sem lá við fætur hans, sundurtættur, sprautaður svefnlyfi, og borgin vakti honum skelfingu. „A,“ sagði hann með sjálfum sér, „víst líkist þetta skuggaríki, hvílík áþján.“ Og hann hló, fann fyrir fyllingu hjartans. I hjartanu var ekkert rúm fyrir annað áhugamál en ást hans sjálfs; og hann hefði ekki getað orðið fyrir annarri ríkjandi tilfinningu, hvorki miskunn, reiði né ótta, slík var ástarólgan sem streymdi líkt og geislun um taugar hans, um tímaskyn hans og sannleika hans. Hann leit yfir borgina frá ruslakompunni sem virtist skjálfa á undirstöðum sínum þegar sporvagnarnir skröltu um hina rökkvuðu gatnafléttu. Helst leit út fyrir að turnar borgarinnar héngju af fingrum hans áþekkir jólaleikföngum, þvílíkum kynjakrafti var sál hans gædd, líkt og einhvers konar hræðilegur galdur brytist fram úr taugun- um og þyti út í geiminn, yfir heiminn og lífið og sérhverja ósk og alla 588
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.