Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 120
Umsagnir um bækur
PEGASUS BLAKAR VÆNGJUM í
REYKVÍSKUM PAKRENNUM
Einar Már Guðmundsson: V'angjaslátt-
ur í þakrennum. Almenna bókafélagið.
Reykjavík 1983. 190 bls.
Riddarar hringstigans (1982) voru
skemmtileg hugsmíð og vönduð og
sýndu næg merki þess að Einar Már
Guðmundsson væri efni í hagleiksmann
á sviði sagnagerðar. Þetta staðfestir hann
með annarri skáldsögu sinni. Margt er
þar gert með öðrum hætti en í fyrri
bókinni, en þó bera báðar merki sama
handbragðs.
Vxngjasláttur í þakrennum er saga
um sköpun og tortímingu. Skírskotanir
til kristilegrar og gyðinglegrar goða-
fræði eru augljósar, enda nærtækar í
menningu okkar, en þó er andi bókar-
innar að ýmsu leyti nær öðrum trúar-
brögðum, jafnvel Ásatrú; fremur virðist
um að ræða sköpun og tortímingu sem
skiptast á í endalausri hringrás en
heimsdrama með ákveðnu upphafi og
endi.
Helsti fulltrúi sköpunaraflsins í
Vængjaslætti er Anton rakari Sigfinns-
son, sem skapar nýjan heim I hverfinu
sínu þegar lítið er að gera á rakarastof-
unni, heim dúfnaræktar og dúfnaversl-
unar sem á sín hof þar sem dúfnakofarn-
ir eru. Tortímingaröfl úr ýmsum áttum
stríða gegn þessum heimi og fara með
sigur af hólmi að lokum, en sá sigur er
ekki alger. Aðrar sögur af sköpun og
tortímingu láta á sér kræla: í upphafi
greinir frá sköpunarmætti sem fær útrás
við að teika strætisvagna, en sá draumur
er búinn þegar borgarstjórinn lætur
skipta um vagna; bróðir sögumanns
eignast segulband og kostir þcss eru
hvergi nærri fullnýttir í sögunni og fyrir-
sjáanlegt er að það geti tengst nýrri bylt-
ingu sem er rétt farin af stað þegar sögu
lýkur. Og þótt dúfum sé útrýmt úr
hverfinu lifa þær áfram sem goðsögn í
textanum.
Margar af persónum bókarinnar eru
goðsögulegar að eðli, að einhverju eða
öllu leyti. Þar má nefna til Anton rakara
og þó einkum Didda dúfnakóng. Þótt
þeim takist ásamt Jóa og Ola og vinum
þeirra að hrinda árásum hins íslensk-
ameríska demóns, Fedda feita, og ára
hans úr Djúpunum, lúta þeir að lokum í
lægra haldi fyrir samstilltum kröftum
húsmæðra og borgaryfirvalda, sem nálg-
ast að vera fulltrúar örlaganna í heimi
stráka. En þeir hafa ekki tortímst sjálfir
og þremillinn má vita hverju þeir eða
þeirra nótar eiga eftir að taka upp á.
Goðsagnaveröld dúfnamanna rennur
ómerkjanlega saman við þann mann-
heim þar sem Jóhann Pétursson, sögu-
maður í Riddurum hringstigans, nú orð-
inn fáum árum eldri, lifir og hrærist
ásamt Tryggva bróður og Óla vini og
vopnabróður. Þessir piltar stjórnast sem
fyrr af lífsnautninni, en mega sín lítils
gegn valdi samfélagsins: foreldrum, búð-
areigendum, barnaverndarnefnd og lög-
reglu. Þeir geta leikið á þetta vald og
skapað sér dálítið svigrúm en þeir geta
ekki sigrast á því á sama hátt og Diddi
dúfnakóngur sigrar náttúrulögmálin eða
Jón sem hæðist að lögmálum samfélags
og náttúru með því að sitja uppi á síma-
staurum.
590