Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 20
Tímarit Máls og menningar II. Nú hef ég að vísu ekki sérstaklega áhuga á siðfræði Hrafnkels sögu sem slíkrar. Viðfangsefni mitt er þjóðarsaga, og ég gef meira fyrir siðfræði fólks en bókmenntatexta. í minni fræðigrein eru sögurnar fyrst og fremst sögu- legar heimildir um það fólk sem skrifaði þær og það fólk sem þær voru ætlaðar til að lesa og hlusta á. Samt ætla ég að létta mér leiðina að aðalviðfangsefni mínu með því að nota Hrafnkels sögu sem dæmi um tvær leiðir til að lesa siðferðisviðhorf út úr Islendingasögum. Og þótt ég viti fullvel að margir lesenda minna kunni Hrafnkels sögu allt að því utanbókar þá ætla ég að reyna að taka tillit til hinna og rekja dæmin þannig að hægt sé að fylgjast með þeim án þess að þekkja söguna.6 Hrafnkell Freysgoði, höfðingi á Aðalbóli í Hrafnkelsdal austur, hafði strengt þess heit að drepa hvern þann sem riði hesti hans, Freyfaxa. Dag nokkurn freistaðist smalamaður hans, Einar að nafni, til þess að nota hestinn. Nokkrar kvíaær vantaði, Einar reyndi að ná hesti til að leita að þeim, en aldrei slíku vant voru öll hrossin stygg nema Freyfaxi. Hann stóð eins og grafinn niður, svo að Einar greip til hans og féll fyrir vopni Hrafnkels daginn eftir. Þetta atriði gefur tilefni til tvenns konar ágreinings um túlkun. Annars vegar greinir menn á um hvað veldur því að Einar ríður Freyfaxa. Svar þeirra sem rekja anda sögunnar til heiðinnar hetjualdar gefur til dæmis G. Turville-Petre sem staðhæfir að ill örlög hafi fengið Einar til að ríða hestinum.7 Hermann Pálsson bendir hins vegar á hvað sagan segir rækilega frá því þegar Einar tekur ákvörðun sína og dregur af því þessa ályktun: „höfundur sögunnar lýsir smalamanni ekki sem leiksoppi örlaganna, heldur er Einar látinn bera fulla ábyrgð á gerðum sínum. Einar skapar sér sjálfur ógæfu sína með óhlýðninni. . .“ Túlkun Turville-Petre finnst Hermanni „jafnfátæk að merkingu og þótt einhver léti þau orð falla, að örlögin hefðu látið Turville-Petre kveða upp þennan vafasama dóm um ákvörðun Einars Þorbjarnarsonar."8 Hér er ágreiningurinn semsagt sá að Hermann sér frjáls- an vilja þar sem Turville-Petre sér örlög. Hitt ágreiningsefnið er hvernig lesendum er ætlað að meta víg Einars. Sigurður Nordal svarar fyrir hönd eldri skólans í ritgerð sinni, Hrafnkötlu:9 Þegar Hrafnkell vegur Einar, á hann um tvo kosti að velja, og er hvortveggi illur. Annars vegar er eiður hans, hins vegar að vega heimamann sinn, sem er honum geðfelldur, fyrir litlar sakir. Þetta er algengt efnisatriði i fornbók- menntunum, bæði Eddukvæðum og sögum. Orlögin geta ekið mönnum í þær öngvar, að hermdarverk sé skásta úrræðið. Bolli verður að vega Kjartan fóstbróður sinn, Gísli Súrsson Þorgrím mág sinn, Flosi að brenna Njál og Bergþóru inni. En mikilmennin velja hiklaust, þó að þeim þyki verkin ill. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.