Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 32
Tímarit Máls og menntngar Novalis. Þau net sem við leggjum í sjó Islendingasagna í því skyni að fiska eftir siðfræði þeirra eru engin undantekning frá þessari reglu sem gildir um alla túlkun. Við göngum óhjákvæmilega að efninu útfrá ákveðnum forsend- um sem beina túlkun okkar í vissan farveg og spyrjum tiltekinna grundvall- arspurninga sem viðfangsefnið hlýtur að svara einhvern veginn. Að öðrum kosti yrðum við einskis vísari. Það er því mjög mikilvægt að við reynum stöðugt að gera okkur grein fyrir því undir hvaða sjónarhorni við leitumst við að ljúka viðfangsefninu upp og hvernig niðurstöðurnar draga dám af þeim leiðsagnartilgátum sem við göngum útfrá hverju sinni. Hvað er það sem við erum að reyna að átta okkur á þegar við spyrjum um siðfræði Islendingasagna? Við þessu er e. t. v. ekki til neitt einhlítt svar, en við ættum þó að geta fallist á að spurningin snúist um þau siðferðislögmál sem athafnir söguhetjanna lúta. En hvernig eigum við að greina þessi lögmál? Hér vandast málið. Það á við um allar athafnir manna og samskipti, svo fremi að þær hafi einhverja siðferðilega þýðingu, að af þeim má lesa vitnisburð um ákveðið siðgæði. Þessi „aflestur" er þó jafnan túlkunaratriði og verður því torráðnari sem vettvangur athafnanna er okkur meira fram- andi. Þetta stafar af því að við erum mótuð af ákveðinni menningu sem felur í sér mat á dyggðum og löstum, réttu og röngu sem mynda bakhjall allra okkar dóma um mannlega hegðun. Siðferðið sem við búum við skapar okkur sjónarhól sem er forsenda siðferðilegrar reynslu og þekkingar, en getur einnig staðið í vegi fyrir skilningi á mannlegu framferði sem er á einhvern hátt frábrugðið því sem við eigum að venjast. Það er hér sem virkilega reynir á þau bönd skilnings og túlkunar sem tengja okkur við tilveruna: halda þau okkur föngnum í eigin fordómum eða getum við teygt á þeim þannig að við náum að setja okkur í annarra spor og öðlast þar með nýjan skilning og víkka eigin sjóndeildarhring? Oneitanlega lýsa sögurnar mannlegu siðferði sem okkur er að mörgu leyti framandi. Þetta er ekki síst vegna þess að þær taka þar fyrst upp þráðinn sem dregur til tíðinda og snúast að verulegu leyti um deilur manna og vígaferli. Það er einmitt vegna þessa sem siðferðilegar spurningar verða svo áleitnar, því það er við slík frávik frá hversdagsleikanum sem siðfræðilegir drættir veruleikans skerpast. Þetta er þó tvíbentur ávinningur, því um leið og það ætti að auðvelda okkur að greina hið almenna mynstur hegðunar og hugtaka sem einstakar athafnir manna taka mið af, þá eru athafnirnar oft af því tagi sem brýtur hvað mest í bága við siðferðiskennd okkar og hugsunar- hátt. Hér er vandinn því sá að reyna að forðast siðferðilega dóma sem endurspegla okkar eigið siðferðismat og reyna fremur að öðlast skilning á siðfræði sagnanna sem tekur mið af hugmyndaheimi v_0 veruleika þeirra sjálfra. Þetta er þó engan veginn auðleyst verkefni. Raunar felst sjálfur 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.