Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 49
Föruneyti syndarinnar meinalaus nema Kristur einn; jafnvel María mær og heilagir dýrlingar höfðu brotið sitthvað af sér, en syndir þeirra voru þó svo smávægilegar, að ekki þótti saka. Syndum manna var skipað niður í ákveðna flokka, og þóttu sjö eða átta einna verstar, og var því talað um sjö eða átta höfuðlesti. Yfirleitt var gert ráð fyrir því, að hver synd væri ekki ein sér heldur hluti af heildarkerfi og tengd öðrum syndum á tiltekinn hátt. Syndin er því enginn einstæðingur að hver tegund hennar hefur ákveðna förunauta: ein synd leiðir til annarrar. Hér má minna á eitt erindi í Hugsvinnsmálum: 111 er ofdrykkja, fer hún eigi ein saman, fylgir henni margt til meins: öfund og þrætur, óstillt lostasemi, sótt og syndafjöld. Tveggja synda er getið í einni andrá í Alexanders sögu: „Eigi eru þeir hlutir, er meir fyrirkomi góðu siðferði en konurnar og víndrykkjan.“ Og þegar Sverrir konungur flytur mögnuðustu bindindisræðu, sem til er á íslenzku fyrir siðaskipti, þá telur hann skipulega upp alla þá lesti, sem ofdrykkjunni fylgja. Ræða hans ber glöggt vitni um útlendan lærdóm, og kemur það í rauninni engum að óvörum, þar sem Sverrir sjálfur var klerkmenntaður maður, eins og raunar höfundur Sverris sögu Karl Jónsson ábóti á Þingeyrum. Auðvelt væri að benda á latneskar fyrirmyndir að rökfærslu Sverris, en það verður þó að bíða betri tíma. Nú er það eftirtektarvert, að ofát ekki síður en ofdrykkja var talið leiða menn í freistni, enda segir svo í íslenzku riti frá tólftu öld: „Ekkert kveikir svo skjótt hug manns og hold til munúðlífsins sem magfyllin.“ Ofneyzla öll var ekki einungis talin syndsamleg í sjálfri sér, heldur þótti ávallt hætta á, að hún leiddi til annarra lasta. Viðhorf manna til líkamlegrar og andlegrar neyzlu voru öll önnur fyrr á öldum en nú, þegar sífellt er verið að teygja menn til að eignast sem mest og sóa sem mestu, jafnvel þótt þeir bíði tjón af öllu saman. En hér er ekki ætlunin að prédika um syndirnar, heldur að minna á þætti þeirra í fornum bókmenntum. Yfirleitt mun það vera regla, að þegar fornir höfundar vorir ræða um tilteknar syndir og draga almenna siðalærdóma af þeim, þá er farið eftir útlendum fyrirmyndum, og stundum er hægt að rekja feril slíkra hugleiðinga frá einu riti til annars. Þannig getur þekking á fornum syndum leiðbeint ritskýrendum um bókmenntaáhrif og jafnvel gefið nokkrar hugmyndir um aldur einstakra verka. Hér að framan vitnaði ég í Hugvinnsmál, en þau eru þýðing og endur- 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.