Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 52
Tímarit Máls og menningar Hér staldra lesendur við og spyrja: Hvers konar mein eru það sem koma eftir munúð? Annars staðar í fornum ritum merkir orðið mein svipað og synd í nútímamáli, svo sem í Hómilíubók, þegar vitnað er í Jóhannesar guðspjall um þann „guðs gimbil, er á braut tók mein heimsins", og verður þessi setning öllu daufari í biblíu-þýðingu frá tuttugustu öld, þar sem nefnt er „guðslambið, er ber synd heimsins." A tólftu öld, eins og raunar enn í sveitum þessa fagra lands, kunnu menn skil á „lambi“ og „gimbli“, og orðið „mein“ í þessari fallegu setningu er valið af meiri snilld en síðari þýðendum ritningarinnar var í brjóst lagin. Höfundar Islendingasagna, sem lögðu sérstaka stund á að lýsa syndugu fólki, forðuðust orðið „synd“ eins og heitan eldinn. Þegar smalamanni í Hrafnkels sögu er sagt, að hann megi ekki ríða tilteknum hesti og öll önnur hross séu honum til reiðu, þá fer hann ekki með hugleiðingar um syndina, heldur segir hann blátt áfram að sér sé ekki svo mein gefið að ríða þeim hesti, er honum var bannað, ef þó væru mörg önnur til. Um orðið synd gegnir sama máli og um öll önnur orð tungunnar, að menn eiga að nota það af kurteisi og aldrei að beita því nema það sé bezta orðið sem völ er á. Þegar skáld Sólarljóða talar um munúð, þá myndi þýðandi Hugsvinns- mála ef til vill nota orðið „sællífi“, og guð má vita hvernig nútímamenn myndu komast að orði. Og nú vildi ég ítreka það sem ég hef þegar vikið að í lausum orðum: ef þjóðin hefur áhuga á að kynnast syndinni, þá verður hún að lesa Sólarljóð af öllu meiri alúð en gert hefur verið um undanfarna mannsaldra, og þó sérstaklega að hlíta þeim varnaðarorðum, sem hið forna skáld gaf samtímamönnum sínum: Munaðar ríki hefur margan tregað. Þótt forfeðrum vorum fyrr á öldum þætti sjálfsagt, að menn nytu lífsins, var sífellt verið að vara menn við skammvinnri gleði. I Hómilíubók er þetta orðað á einfaldan og áhrifamikinn hátt: „Lítil er stund munúðlífsins.“ Þessi setning var fest á bókfell á tólftu öld, og undir lok þeirrar aldar skrifar óþekktur prestur í Skálholti, höfundur Hungurvöku, á þessa lund: „Margur hefur þess raun, ef hann leitar sér skammrar skemmtunar, að þar kemur eftir á löng áhyggja." Og á fjórtándu öld semur annar snillingur einhverja beztu riddarasögu, sem til er á íslenzku, Adonías sögu, en hann orðar þetta svo: „Eftir stutta gleði mun koma löng hryggð." Hins vegar segir í Bragða- Mágus sögu: „Margur fær þrá fyrir litla stundarfýst." En norskur þýðandi Barlaams sögu, sem þótti aldrei neitt sérstaklega orðlatur maður, kveður að orði á þessa lund: „Að liðinni gleði er það þá leiðast, er áður var kærast.“ Eins og syndin, þá átti gleðin sér heldur leiðinlega förunauta. Öll þau 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.