Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 61
Um Völundarkviðu Völundi sjálfum er listræn tjáning á ytra borði tilfinningalífs hans sem er undið tveim þáttum. Annars vegar birtist óbilandi tryggð og langlundar- geð, en hins vegar taumlaus ofsi. Ytri lýsing á Völundi er jafnframt tjáning á því sem býr hið innra með honum, og að þessu leyti er naumast unnt að greina á milli ytri og innri eiginda. I kviðunni eru þó vissar sagnir eða orðasambönd, þar sem sagnorð skipta höfuðmáli, í mjög nánum tengslum við tilfinningalífið eitt. Völundur situr, bíður, saknar, vaknar viljalaus, sefur ekki, gjörir vél heldur hvatt. Opin er illúð, segir orðrétt um hann. Maður sem flýgur um háloftin er forvitnilegur, enda hafa fræðimenn mikið ritað um flug Völundar. Kennir þar margra grasa. Sumir hafa getið sér þess til að hann hafi smíðað sér vængi eða eitthvað því um líkt. Slíkar vangaveltur hafa þó mjög stuðst við aðrar heimildir heldur en sjálfa Völund- arkviðu og duga því skammt til beinnar túlkunar á henni. Hins vegar er það veigamikill þáttur í byggingu kviðunnar að hún hefst með flugi sem tengist rammlega örlögum Völundar. Síðan glatar hann valdi yfir eigin örlögum, endurheimtir það, og má segja að með brottflugi hans ljúki kviðunni. Hér eru engin tök á því að rekja neitt til hlítar af því sem skrifað hefur verið um flug Völundar. I grein sem Paul Beekman Taylor birti í Neophilologus árið 1963 er leitað hinna dýpri tákna í kviðunni. Þar finnur höfundur vetur og sumar, birtu og myrkur. Sverð Völundar merkir þar ekki sverð og þá hringurinn ekki hring. I greininni segir að menn Níðaðar hafi vanað Völund þegar þeir sniðu hann sina magni. Hefur prófessor Taylor misskilið orð- myndina sina og haldið að þetta væri eintölumynd. Þegar Völundur endur- heimtir hring sinn öðlast hann kynferðislegan þrótt sinn að nýju og getur farið að fljúga. Skulu ekki fleiri skýringartilraunir af þessu tagi nefndar. Arið 1983 kom út grein eftir prófessor Kaaren Grimstad. Bendir hún meðal annars á að Völundur hafi verið álfur, yfirnáttúruleg vera og því þess megnugur að bregða sér í hvaða gervi sem var, hvort heldur til flugs eða annars konar ferðalaga. Virðist engin ástæða til að mótmæla þeirri skoðun svo langt sem hún nær. Enn ber að nefna að í 2. bindi tímaritsins Islenzk tunga (1967) birtist grein eftir prófessor Halldór Halldórsson, sem nefnist „Hringtöfrar í íslenzkum orðtökum", og ræðir höfundur þar um baug Völundar í sambandi við orðtakaskýringar. Fellst Halldór á eldri skýringar þess efnis að baugur Völundar sé töfrahringur, en telur hann þó einkum tengdan örlögum Völundar. Hann verði viljalaus við missi hans, en öðlist bæði vilja sinn og gæfu þegar hann heimti hringinn aftur, en þá verði Níðaður aftur á móti viljalaus. I grein sinni víkur Halldór á einum stað að höfundi Völundarkviðu og heimildum þeim sem að baki henni liggja í eftirfarandi orðum: 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.