Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 63
Um Völundarkvidu mýtólógískt samræmi í byggingu Völundarkviðu, þ. e. tvö samkynja yfir- náttúruleg atvik sem valda straumhvörfum. Má því spyrja hvort hér sé fundin rétt skýring á einu eðli hringsins. Oeðlilega djúpur svefn og afleið- ingar hans hníga óneitanlega í þá átt. Völundarkviða sjálf leyfir þó ekki ályktanir af þessu tagi. Þar segir um fund Völundar og Böðvildar konungs- dóttur að Völundur væri Böðvildi fremri í klókindum með því að bera hana bjóri svo að hún sofnaði. Vaknar því sá grunur að hér sé um ofskýringu höfundar að ræða, hann hafi ekki gert sér grein fyrir mætti hringsins en verið fullkunnugt um að ótæpilega drukkinn bjór væri lítt til þess fallinn að lengja vöku og því eðlilegt að grípa til þeirrar skýringar. I lok kviðunnar játar Böðvildur fyrir föður sínum að sig hafi skort mátt til þess að veita Völundi viðnám. Hvort þar er um að ræða viðnámsleysi þess sem sefur þungum svefni eða máttleysi gegn brögðum Völundar er ekki Ijóst. Höfundur er að vísu þegar búinn að nefna bjórinn og gæti því haft í huga að eftir afhendingu hringsins hafi Böðvildur glatað öllum viðnáms- þrótti gegn áfengi og þá ekki að sökum að spyrja. Ofangreind atriði er erfitt að skýra til neinnar hlítar. Sennilegt er engu að síður að skilningur höfundar á hlutverki hringsins hafi verið eitthvað svipaður skilningi okkar á kviðu hans, hann hafi skynjað magn þessa töfragrips í stórum dráttum þótt sitthvað kynni að vera honum óljóst um smærri atriði. Engu að síður virðist skynjun hans á mætti hringsins hafa dugað til þess að hann gæti fellt hann inn í kvæði sitt sem magni þrungið tákn. Nú hefur verið dvalið um stund við Völundarkviðu sjálfa eða hið innra samhengi hennar. Má þessu næst fara nokkrum orðum um stöðu hennar í Sæmundar Eddu. Enda þótt kvæðin í þeirri bók séu víslega misgömul og upphaflega úr ýmsum stöðum innan hins norræna heims, er heildarsam- hengi þessarar bókar mjög skýrt. Hefur kvæðunum verið skipað niður með það í huga að meiri háttar temu mynduðu merkingarlega heild og sköpuðu bókinni allri samfelldan grunn. I Völuspá er seiðmagn gullsins ógæfuvaldur, og í Hávamálum er að finna heimspekilegar athuganir á áhrifamætti þess. I því kvæði, eða réttara sagt í þeim kvæðaflokki, tengist auðurinn einkum tveim hugtökum, mannviti og vináttu. Kemur þar fram sú hugmynd að auðurinn geti verið þeim vinveittur sem gæddir séu nógu miklu viti til þess að stjórna honum. Mannvitið er auði betra en í fárra eigu, og þar af leiðandi eru þeir fáir sem þekkja vegu meðalhófsins. „Margur verður af aurum api,“ er það sem fræðimenn hafa lesið úr illskýranlegri ljóðlínu í Hávamálum, og í því kvæði er sagt að apinn sé ósvinnur. Þessi einföldu atriði er óþarft að rekja og þá einnig hitt að við samsetningu Sæmundar Eddu var lögð sérstök rækt við þá hugmynd að 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.