Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 63
Um Völundarkvidu
mýtólógískt samræmi í byggingu Völundarkviðu, þ. e. tvö samkynja yfir-
náttúruleg atvik sem valda straumhvörfum. Má því spyrja hvort hér sé
fundin rétt skýring á einu eðli hringsins. Oeðlilega djúpur svefn og afleið-
ingar hans hníga óneitanlega í þá átt. Völundarkviða sjálf leyfir þó ekki
ályktanir af þessu tagi. Þar segir um fund Völundar og Böðvildar konungs-
dóttur að Völundur væri Böðvildi fremri í klókindum með því að bera hana
bjóri svo að hún sofnaði. Vaknar því sá grunur að hér sé um ofskýringu
höfundar að ræða, hann hafi ekki gert sér grein fyrir mætti hringsins en
verið fullkunnugt um að ótæpilega drukkinn bjór væri lítt til þess fallinn að
lengja vöku og því eðlilegt að grípa til þeirrar skýringar.
I lok kviðunnar játar Böðvildur fyrir föður sínum að sig hafi skort mátt til
þess að veita Völundi viðnám. Hvort þar er um að ræða viðnámsleysi þess
sem sefur þungum svefni eða máttleysi gegn brögðum Völundar er ekki
Ijóst. Höfundur er að vísu þegar búinn að nefna bjórinn og gæti því haft í
huga að eftir afhendingu hringsins hafi Böðvildur glatað öllum viðnáms-
þrótti gegn áfengi og þá ekki að sökum að spyrja.
Ofangreind atriði er erfitt að skýra til neinnar hlítar. Sennilegt er engu að
síður að skilningur höfundar á hlutverki hringsins hafi verið eitthvað
svipaður skilningi okkar á kviðu hans, hann hafi skynjað magn þessa
töfragrips í stórum dráttum þótt sitthvað kynni að vera honum óljóst um
smærri atriði. Engu að síður virðist skynjun hans á mætti hringsins hafa
dugað til þess að hann gæti fellt hann inn í kvæði sitt sem magni þrungið
tákn.
Nú hefur verið dvalið um stund við Völundarkviðu sjálfa eða hið innra
samhengi hennar. Má þessu næst fara nokkrum orðum um stöðu hennar í
Sæmundar Eddu. Enda þótt kvæðin í þeirri bók séu víslega misgömul og
upphaflega úr ýmsum stöðum innan hins norræna heims, er heildarsam-
hengi þessarar bókar mjög skýrt. Hefur kvæðunum verið skipað niður með
það í huga að meiri háttar temu mynduðu merkingarlega heild og sköpuðu
bókinni allri samfelldan grunn.
I Völuspá er seiðmagn gullsins ógæfuvaldur, og í Hávamálum er að finna
heimspekilegar athuganir á áhrifamætti þess. I því kvæði, eða réttara sagt í
þeim kvæðaflokki, tengist auðurinn einkum tveim hugtökum, mannviti og
vináttu. Kemur þar fram sú hugmynd að auðurinn geti verið þeim vinveittur
sem gæddir séu nógu miklu viti til þess að stjórna honum. Mannvitið er auði
betra en í fárra eigu, og þar af leiðandi eru þeir fáir sem þekkja vegu
meðalhófsins. „Margur verður af aurum api,“ er það sem fræðimenn hafa
lesið úr illskýranlegri ljóðlínu í Hávamálum, og í því kvæði er sagt að apinn
sé ósvinnur. Þessi einföldu atriði er óþarft að rekja og þá einnig hitt að við
samsetningu Sæmundar Eddu var lögð sérstök rækt við þá hugmynd að
53