Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 91
GLepur og refsing Glæpur og refsing tekur Dostoévskí upp lífsvanda nýrrar kynslóðar Rússa, sem er að mótast um 1860. Þá var smán Rússlands, bændaánauðin, afnumin og margar vonir í lofti, sem áttu eftir að snúast í mikla pólitíska heift hjá verulegum hluta yngri kynslóðarinnar, þegar umbæturnar miklu reyndust mjög í skötulíki og bændurnir jafn snauðir og fáfróðir og áður. Aftur á móti var sókn borgarastéttarinnar nú hafin svo um munaði í landinu um leið og umskiptin hröktu marga úr eldri yfirstétt landeigenda og embættismanna og niður í skuggahverfi hraðvaxandi stórborga, sem gerðu sig líklegar til að svelgja í sig hið gamla Rússland og hrækja út úr sér vændi, morðum, fjárglæfrum og samsærum og öðru því fári, sem margir töldu liggja beinast við að rekja til illra útlendra áhrifa. Allt hafði umturnast og allt var enn óákveðið sagði Tolstoj um þennan tíma. Túrgénéf samdi söguna um Baza- rof (Febur og synir), um níhilistann sem afneitaði siðgæði og list tímans í nafni herskárrar nytsemdarhyggju. Pólitískur fangi, Nikolaj Tsjernisjevskí, skrifar útópíska skáldsögu um Hvað ber að gera? og svarar af bragði: byrjið strax á að reisa krystallshöll hins sósíalíska framtíðarríkis með því að stofna kommúnur og samvinnuverkstæði. Inn í þennan heim gengur Raskolnikof og hefur hnusað af undarlegum hugmyndum sem fara um loftið og trufla næmi hans á gott og illt. Dostoévskí hafði þegar árið 1859 lofað bróður sínum því, að í þessa skáldsögu muni hann leggja „allt hjarta mitt og blóð.“3 Áformin voru þá svo langt komin, að Dostoévskí skýrir frá því, að sagan verði í formi játningar aðalsöguhetjunnar og að efni í þá persónu ætli hann að sækja til samfanga sinna í Síbiríu. II En það varð bið á því að þessi skáldsaga yrði til. Umhugsunartíminn varð sex ár og á meðan skrifaði Dostoévskí bók um Síbiríuvistina, Minnisblöð úr húsi danðans, tvær skáldsögur, leggur í tímaritsútgáfu með Míkhaíl bróður sínum. Það var svo í júní árið 1865 að Dostoévskí skrifaði Kraévskí, ritstjóra tímaritsins Otétsjestvennie zapíski (þá og lengi síðar birtust flestar rússneskar skáldsögur fyrst sem framhaldssögur í tímaritum) og bauð honum nýja skáldsögu sem átti að heita Fylliraftarnir. Átti hún að fjalla um drykkjuskap og ekki síst um „börn sem alast upp við þær aðstæður“. Kraévskí neitaði, taldi sig ekki hafa efni á því að kaupa fleiri sögur í bili. Þessi saga var aldrei skrifuð, en nokkuð af efni hennar rataði síðar inn í Glæp og refsingu — lýsingin á drykkjurútnum Marmeladof og fjölskyldu hans, en kynnin af þessu utangarðsfólki, sem á hvergi höfði að halla, hafa djúpstæð áhrif á hugsanir og gerðir Raskolnikofs. Það er með aðstoð við þetta blásnauða fólk að hann reynir að komast aftur til manna úr útlegðinni sem morðið hefur dæmt hann til. Og Marmeladof er faðir Sonju, sem hefur TMM VI 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.