Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 112
Tímarit Máls og menningar einkenna erlenda blaðadóma um þýðingar á íslenskum bókmenntum, þar sem höfundum jafnt sem þýðendum er hrósað eins og samkvæmt skil- greiningu. Slíkir ritdómar eru settir saman af velvilja (og stundum góðlát- legri vorkunnsemi) í garð smáþjóðar, en hafa að öðru leyti ekkert gildi. Sé þýðing Ivars Eskeland á Leigjandanum borin saman við frumtextann koma ótrúleg vinnubrögð í ljós. Beinar þýðingarvillur og önnur hroðvirkni blasa við á hverri síðu, og allt sem heitir listrænt form er horfið úr verkinu. Eftir stendur illa skrifuð og óskýr saga sem verður á köflum óskiljanleg. Er vandséð hvaða greiði íslenskum bókmenntum og erlendum lesendum er gerður með þýðingu sem þessari, og gegnir furðu að Norræni þýðingarsjóð- urinn skuli hafa talið ástæðu til að styrkja hana.'^ I. Frágangur og virðingarleysi við textann Bókfrœdi Leigebuaren kom út árið 1976 sem þriðja bindi ritraðarinnar Nordisk bibliotek, sem Noregs boklag gaf út undir ritstjórn Ivars Eskeland og Knuts Odegárd. A titilblaði er Jjess hvergi getið hvað bókin heitir á frummálinu né hvenær hún kom út á Islandi. I stuttum inngangi um höfundinn og verk hennar, sem aðeins er undirritaður með óútskýrðri skammstöfun, kemur að vísu fram hvað bókin heitir á íslensku, en útgáfuár er þar ekki að finna. Af bókfræðilegum upplýsingum er ekki annað að sjá en verkið sé þýtt úr íslensku. Rétt hefði þó verið að taka það fram að þýðandi hefur stuðst mjög við sænska þýðingu verksins sem Ingegerd Fries gerði og kom út í Svíþjóð árið 1971 undir nafninu Den inneboende. Kemur þetta m. a. fram í því að nánast hver einasta villa sænsku þýðingarinnar gengur aftur í þeirri norsku, og stundum hefur augljós mislestur í henni verið tekinn fram yfir frumtext- ann.2) Verða sýnd nokkur dæmi um þetta hér á eftir. Urfellingar Það lætur nærri að á hverri blaðsíðu þýðingarinnar hafi eitthvað fallið niður, allt frá einstökum orðum og upp í heilar setningar. Ekki eru kaflaskil heldur virt, og fyrir kemur að tveir eða jafnvel þrír kaflar renni saman í einn. Sama gildir um greinaskil. Oft verða þessar úrfellingar til þess að mikilvæg tákn falla burt úr textanum, og stundum verða þær beinlínis til að rjúfa samhengi hans og gera hann óskiljanlegan. Sem dæmi um þetta tvennt má taka samtal hjónanna í svefnherberginu, þar sem Pétur er að nudda á sér ristarnar: Frumtextinn Þýdingin Eg er nú samt að hugsa um að láta Eg er no likevel meint pá á gjera 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.