Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 115
Úrvinnsla orbanna
Einstök orð geta einnig skipt miklu máli í persónulýsingu. Þegar leigjand-
inn og konan eru að bíða eftir svari Péturs við tilboði leigjandans um
peninga, segir svo um viðbrögð konunnar og óþreyju: Jafnvel hún var
farin að missa stillinguna" (79). I þýðingunni hefur orðið „jafnvel“ verið
sleppt og þar stendur aðeins: „Ho var nær ved á misse styringa pá seg“ (54).
I orðunum „jafnvel hún“ kemur fram bæling konunnar, sem ekki einu sinni
blandar sér í málefni sem varða hana sjálfa, og um leið upplifun hennar á
þessari bælingu sem hún fegrar og gerir að kurteisisatriði. Þetta glatast í
þýðingunni, auk þess sem hrynjandi setningarinnar breytist og áherslan
færist af konunni, vitund hennar og sjálfsvirðingu, yfir á hneykslið sem
hefði getað orðið. Setninguna hefur þýðandinn að öllum líkindum tekið
upp eftir sænsku þýðingunni, því að einnig þar hefur þessu orði verið
sleppt. Það vantar miklu meira í norsku þýðinguna en í þá sænsku, en alls
staðar þar sem sænska þýðingin hefur hlaupið yfir mikilvæg orð hefur
norska þýðingin gert það líka. A þetta m. a. við um þrjú næstu dæmi.
Þar sem verið er að lýsa hugsunum konunnar um frelsiskennd sína í nýja
húsinu, segir, að hún „vissi hana því að eilífu óhulta sem í steinlagðri gröf“
(113). I þýðingunni hefur „að eilífu“ verið sleppt (bls. 75), og þarmeð þeirri
íróníu textans sem tengir ósk konunnar um öryggi og óumbreytanleika við
gröf og dauða. Þegar annar fóturinn á Pétri er orðinn svo stuttur að hann er
ófær til gangs, segir frá því, að konan horfir heiftaraugum á heila fótinn, sem
henni finnst ekki vera nema til óþurftar og spyr sig: „Því í fjandanum
styttist hann ekki líka?“ (118). Það er ekki á hverjum degi sem þessari
kurteisu konu verður það á að blóta, jafnvel þótt í huganum sé. En einmitt
það sýnir hvað Pétur er farinn að fara í taugarnar á henni og í rauninni
orðinn fyrir á heimilinu. I þýðingunni hefur blótsyrðið fallið niður, og þar
stendur einungis: „Kvifor kropna ikkje den ög?“ (77). I stað pirrings og
kaldhæðni er komin einhvers konar undrun eða forvitni.
„Dyrnar hérna eru læstar" (96) segir konan við leigjandann, sem vill halda
áfram að lifa forstofulífi í nýja húsinu, rétt eins og hann hafði gert áður við
ólæstar útidyr leiguhúsnæðisins. I þýðingunni segir hún aðeins: „döra er
læst“ (65). Andstæðan sem atviksorðið „hérna“ myndar við ástand fyrri
dyra er horfin, og um leið er dregið úr stolti konunnar og sjálfsöryggi yfir
því að hafa nú loksins getað læst að sér. I svona hnitmiðuðum texta verður
að gæta sérstaklega vel að andstæðum og hliðstæðum áður en farið er að
víkja til orðum eða fella þau burt. Á þessu hefur þýðandi alls ekki áttað sig,
ekki einu sinni þar sem frásögnin beinlínis krefst þess. I endurminningu
konunnar um fokhelt húsið segir svo um náttúruöflin fyrir utan:
Uti var blástur sem ýlfraði í gluggasamskeytunum, hann lamdi máttvana i
105