Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 117
Úrvinnsla orðanna
það var sem vitund det verkade som om det tyktest som om
hans hefði verið kippt hans medvedande vore medvitet hans var klipt
burt (79) avklippt (55) av (54)
Oll tilheyra þessi dæmi hugarheimi konunnar og fantasíu verksins, sem
virðist ekki hafa átt greiðan aðgang að þýðendum, bryddaður er lesið sem
kryddaður, þyrstur sem fyrstur og kippa sem klippa! Hins vegar er um
raunsæilega lýsingu að ræða í næsta dæmi. Að kvöldi fyrsta dags leigjandans
í íbúðinni eru Pétur og konan loksins orðin ein og komin inn í svefnher-
bergi. Reynir konan að vekja athygli Péturs á ókurteisi leigjandans með því
að benda honum á að hann hafi ekki einu sinni bankað:
Hver? spurði hann.
Hann, sagði konan og hnykkti höfðinu í átt til forstofunnar handan við
lokaðar dyrnar. (26)
I sænsku þýðingunni hnykkir konan þó ekki höfðinu í átt til forstofunnar
heldur „i riktning mot vardagsrummet bakom den stangda dörren“ (18) og í
norsku þýðingunni „mot stova attom den stengda döra“ (21). Báðir þýð-
endur láta sem sagt leigjandann hafast við í stofunni, jafnvel þótt konan sé
nýbúin að hjálpa honum við að flytja sófann fram í forstofu, og hvorugur
hefur tekið eftir því, að í íbúðinni eru engar dyr milli svefnherbergis og
stofu sem hægt er að hnykkja höfðinu í átt til.
Ekki er þó norski þýðandinn algjörlega háður þeim sænska hvað varðar
mislestur, og er einn um þann næsta. Á fyrsta degi leigjandans kemur konan
að honum í stofunni, þegar hann er að rífa alla púðana úr sófanum og fleygja
þeim í annan hægindastólinn þar sem þeir hafna hver af öðrum í óreiðu-
legum stafla. Hún sléttar úr þeim og raðar þeim síðan „snyrtilega í stólinn á
ný“ (14). I þýðingunni raðar hún þeim hins vegar „sá pent og pynteleg opp i
sofaen att“ (14). Kemur þessi lýsing á púðunum og sófanum illa heim og
saman við tóman sófann í næstu setningu sem þýðandi hefur náð réttri:
„Sofaen gapte audsleg og tom dá han var fráteken alle sine puter“ (14).
Undir eins konar mislestur má einnig flokka það, þegar eitthvert orð í
frumtexta minnir þýðanda svo sterkt á eitthvert annað orð í hans eigin máli,
að hann tekur það umsvifalaust fyrir að vera það sama. Þetta hefur t. a. m.
gerst þar sem þýðandi þýðir íslenska orðið „hengi“ (9) með norska orðinu
„hengjar" (10), sem merkir herðatré, eða þar sem hann þýðir „tortímingu"
(56, 117) fyrst með „tortur“ (39) og síðan með „pinsel“ (77). Einnig má vera
að hann hafi hér stuðst við sænsku þýðinguna, en hún hefur á þessum
stöðum „hángare" (6), „tortyr“ (39) og „att pinas“ (81), og er það þá sænski
þýðandinn sem hefur misséð sig í upphafi.
107