Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 119
Úrvinnsla orðanna Og hann bætir við: Á oversette ord til ord uten á stanse for a fremkalle bildet av virkeligheten bakenfor, kan före til besynderlige resultater. Góð þýðing byggir sem sagt á bókmenntalegum ekki síður en mállegum skilningi. Þess vegna verður þýðandi ekki aðeins að gera sér vandlega grein fyrir hvað höfundur er að segja, heldur einnig hvernig hann segir það. III. Málleg atriði Beinar villur Þær villur í norsku þýðingunni á Leigjandanum sem kalla má beinar, eru mjög margar, og má rekja flestar þeirra til þess, að blandað er saman ólíkum orðum og orðmyndum sem í fljótu bragði virðast eins. Ein slík blasir við strax í fyrstu setningu bókarinnar, með þeim afleiðingum að merking hennar snýst alveg við. „Maður er svo öryggislaus þegar maður leigir“ (7) verður „Ein er sá utrygg nár ein leiger ut“ (9). Ahrifssögnin „að leigja“ getur merkt hvort sem er „að taka á leigu“ eða „að selja á leigu“, eftir því hvort hún tekur með sér þolfall hlutarins og/eða þágufall persónunnar, og í þýð- ingunni hefur síðari kosturinn verið valinn, konan látin vera leigusali í stað þess að vera leigutaki. Stangast þetta á við allt samhengi frásagnarinnar, því að setningin er upphaf að hugsun konunnar um það öryggisleysi sem felst í því að vera leigjandi. Má vera að villan sé komin beint frá sænsku þýðing- unni: „Man ár sá otrygg nár man hyr ut“ (5), en hjá henni hefði hæglega mátt komast, ef norski þýðandinn hefði farið að ráðum Trygve Greiff og framkallað fyrir sér veruleikann að baki orðanna. Þegar fóturinn á leigjandanum fer að styttast, segir: „Hann hafði brett upp skálminni til þess að hún þvreldist ekkifyrir“ (109). Hér hefur þýðanda sést yfir smáorðið „fyrir" og þá merkingarbreytingu sem það hefur í för með sér fyrir sögnina „að þvælast“, því að hann þýðir: „Han hadde bretta opp buksebeinet sá det ikkje skulle bli skrukket" (73), þ. e. a. s. krumpað. Sama hefur átt sér stað í sænsku þýðingunni: „Hann hade vikt upp byxbenet för at det inte skulle skrynklas“ (76). Þessi lýsing á forsjálni leigjandans á sér samsvörun í lýsingunni á Pétri, sem hafði ekki haft „rænu á að bretta upp skálminni og hællinn festist því sífellt í henni þegar hann steig styttri fætinum niður“ (110). Skálmin þvælist sem sagt fyrir! Einnig kemur það fyrir að tveimur líkum orðasamböndum er blandað saman. I frásögninni af því þegar konan er að bíða eftir afgreiðslu í mjólkurbúðinni, dauðhrædd við afskiptasemi annarra, segir: „Konurnar í 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.