Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 128
Tímarit Máls og menningar
að vegg“ (33), í þýðingunni er liann hins vegar látinn kasta henni í vegginn:
„han slengde henne mot veggen“ (25). Þegar konan er að horfa á sig í spegli
og sér hvernig „augun glömpubu í speglinum“ (71), sér hún þau skjóta
gneistum í þýðingunni: „augo skaut eld i spegelen" (49). Þessi þýðing er
einnig klaufaleg á annan hátt. Þar sem norska er ekki beygingamál á borð
við íslensku gæti setningin alveg eins þýtt, að augun hafi skotið gneistum í
spegilinn, og væri sú merking raunar eðlilegri vegna þess að um hreyfing-
arsögn er að ræða. Einnig kemur fyrir að þýðandi búi til spennandi líkingar,
þar sem engar eru fyrir. Sem dæmi um það má nefna setninguna: „Hún stóð
hreyfingarlaus“ (12), sem verður „Ho stod som ei stötte“ (12), og er þar
komin myndastytta, þ. e. a. s. líking í stað ósköp venjulegs lýsingarorðs.
Skyld þessu er tilhneigingin til að draga úr, leysa upp stílinn með
úrdráttarorðum eins og atviksorðum og óákveðnum fornöfnum, sem vísa
ekki á beint merkingarmið. Eitt af uppáhaldsorðum þýðanda er óákveðna
fornafnið „nokon“, þ. e. nokkur, einhver eða neinn, sem er alltaf að koma
fyrir þar sem það á ekki við.
Þegar konan hlustar eftir því hvort Pétur sé sofnaður, segir í frumtexta:
„Nei, hann umlaði“ (45), sem er þýtt með „Nei, han mulla noko“ (33). Svo
hrifinn hefur þýðandi orðið af þessu orðalagi, að hann notar það aftur síðar
í atriðinu þar sem konan ber í borðið orðum sínum til áherslu og leigjandinn
segir: „Hvað er þetta, manneskja! ég heyrði til þín“ (99). Þessi orð leigjand-
ans, sem merkja að konan hafi talað alveg nógu hátt, eru þýdd með „Kva er
det menneske! eg hoyrde du mulla noko„ (67), þ. e. a. s. að þú varst að tauta
eitthvað. Eitt besta dæmið um markvissa setningu, sem af þessum sökum
verður ónákvæm og geigandi, er á fyrstu blaðsíðu bókarinnar, þar sem verið
er að útskýra upphafsorð hennar um öryggisleysi þess að leigja. „Þetta var
hún vön að segja þegar hún gerði greinfyrir hag sínum og Péturs“ (7) er þýtt
með „Sáleis brukte ho seia nar ho skulle seia noko om seg og Peter“ (9), sem
merkir svo mikið sem að svona væri hún vön að segja þegar hún átti að segja
eitthvað um sig og Pétur. Þessi úrdráttarorð sækja sérstaklega á þýðanda
þegar verið er að lýsa hugsun og líðan konunnar. „Hún gat ekki lengur séð
fyrir sér friðsamlegt líf‘ (117) verður „ho kunne ikkje meir sjá före seg noko
fredsamt liv“ (77), og þegar segir frá því, að hún kenni „vellíðunar" (21),
verður það „eit visst velvære“ (18).
Er þá ótalið það stílfræðilega einkenni sem er hvað mest áberandi í máli
þýðingarinnar, en það er sú prentsmiðjudanska sem í Noregi kallast „ísland-
ismi“ og vegna skyldleika málanna virðist sérstök fallgryfja þeim sem þýða
úr íslensku á nýnorsku. Felst hann í því að algeng og venjuleg íslensk orð og
orðasambönd eru þýdd með sem líkustum orðum og orðasamböndum á
norsku, sem ef til vill hafa einhvern tímann haft svipaða merkingarlega
118