Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 129
Úrvinnsla orðanna
skírskotun, en eru orðin sjaldgæf, gamaldags eða fyrnd í nútímamáli. Við
þetta fær stíllinn framandi yfirbragð, verkar skrítinn og sums staðar beinlín-
is hlægilegur. Verða hér aðeins nefnd nokkur dæmi um þetta, en af nógum
er að taka.
Af einstökum orðum sem koma undarlega fyrir má nefna: „rua“ (25) fyrir
„hrúga“ (33); „karmannsleg“ (41) fyrir „karlmannlegur" (58); „trunad" (42)
fyrir „trúnaður“ (60); „vandemál" (48) fyrir „vandamál“ (70); „skuldbrev“
(55) fyrir „skuldabréf" (80) og „ljodbær“ (58) fyrir „hljóðbær“ (85). Af
óvanalegum orðasamböndum má nefna: „á nyo“ (26) fyrir „á ný“ (34);
„blákald röyndomen“ (24) fyrir „blákaldur veruleikinn“ (32); „á arbeide for
seg“ (33) fyrir „að vinna fyrir sér“ (45); „i omgjenge“ (51) fyrir „í um-
gengni“ (75); „orda og gjerdene hans“ (52) fyrir „orð hans og gerðir“ (76)
og „vegane deira [hadde] skorest" (64) fyrir „leiðir þeirra [höfðu] skorizt"
(95).
Vegna þess að efni og form verða ekki aðskilin í bókmenntum, hlýtur
þetta skrítna málfar óhjákvæmilega að færast yfir á persónur bókarinnar og
atburði, og vekja furðu norskra lesenda á því skrítna mannlífi sem lifað er á
Islandi og því skrítna tungumáli sem þar er talað.
1) Skv. greinargerð Sveins Skorra Höskuldssonar „Um Norræna þýðingarsjóðinn",
sem birtist í Morgunblaðinu 15. og 16. febrúar 1979, kemur þýðingarstyrkurinn
fyrst til greiðslu „þegar viðkomandi verk hefur komið út og verið sent til
Menningarmálaskrifstofunnar í Kaupmannahöfn“. I greinargerðinni segir enn-
fremur að meginstarfsregla stjórnarmanna hafi verið sú „að reyna að meta hvort
verk ætti sakir bókmenntalegs eða fræðilegs gildis erindi á tungu þeirrar þjóðar,
sem þýðingin hefur verið ætluð“. Það virðast sem sagt engar kröfur vera gerðar
til þýðingarinnar sjálfrar.
2) I Tímariti Máls og menningar 1/1977 fjallar Heimir Pálsson um sænska þýðingu
Inge Knutsson og norska þýðingu Knuts Odegird á ljóðum Olafs Jóhanns
Sigurðssonar, þar sem hann m. a. bendir á þá „stoð“ sem norska þýðingin hefur
haft af þeirri sænsku án þess að þýðandi láti þess nokkurs staðar getið. Slík
vinnubrögð virðast því ekkert einsdæmi í norrænni þýðingarstarfsemi.
3) Svava Jakobsdóttir, Leigjandinn, Reykjavík 1969. Blaðsíðutal hér og síðar vísar í
þessa útgáfu.
4) Svava Jakobsdóttir, Leigebuaren. Omsett av Ivar Eskeland. Nordisk bibliotek
band 3 (red. Ivar Eskeland og Knut Odegird), Noregs boklag 1976. Blaðsíðutal
hér og síðar vísar í þessa útgáfu.
5) Svava Jakobsdóttir, Den inneboende. Oversáttning av Ingegerd Fries. Stockholm
1971. Blaðsíðutal hér og síðar vísar í þessa útgáfu.
6) „Hva er en god oversettelse?" Trygve Greiff í viðtali við Johan Fr. Heyerdahl,
Bokklubbens jul, 1976, bls. 24—25.
119