Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 132
Tímarit Máls og menningar aftur. Hann rifjar upp atburði, veltir þeim fyrir sér, reynir að skilja sjálfan sig og aðra, en umfram allt sjálfan sig. Hvernig maður er hann þá? Hvernig reynist hann sem söguhetja og sögumað- ur? Hetja er hann vissulega ekki í neinum venjulegum skilningi. Hann er svo seinþreyttur til vandræða að nærri horfir til vandræða, en reynist þó að lokum gæddur meira hugrekki en flest það fólk sem hann hefur umgengist. Hann stendur frammi fyrir þeirri þver- sögn að ýmsar þær dyggðir sem honum voru innrættar í bernsku, og þó einkum samviskusemi og húsbóndahollusta, leiða hann í ógöngur vegna þess að hús- bóndinn er á villigötum. Og þá á hann við þann vanda að etja að erfðar tilhneig- ingar til hugleysis og lítilmennsku blandast lymskulega inn í samvisku- semina og teygja hann til að meta meira þægilegt afstöðuleysi en skyldur við sjálfan sig og þær hugsjónir sem hann aðhyllist. Hver þekkir ekki slíkan vanda? En Páll er betri og heilli maður en svo að hann láti þessar tilhneigingar taka ráðin af sér, enda ólíklegt að hann sjálfur eða höfundur hans telji nokkurn mann eiga sér siðferðilegt skálkaskjól í erfðaeiginleikum. Dyggðir Páls eru hluti af vanda hans og engu síður eru þær vandi höfundarins Ólafs Jóhanns. Hvernig getur annað eins gæðablóð, að ekki sé sagt rola, og Páll Jónsson borið uppi svo mikla frá- sögn? Satt að segja reynir langlundargeð hans oft æðimikið á langlundargeð les- anda. Við því hefur höfundur þó séð að nokkru leyti með þvi að senda jafnan á vettvang, þegar mest þrengir að lesanda, Mefistófeles sjálfan (fulltrúa hins spillta lesanda?), Steindór nokkurn Guð- brandsson, forðum vegavinnumann og stúdent í íslenskum fræðum eða guð- fræði en að lokum virðulegan gagn- fræðaskólakennara. Steindór er bráð- skemmtileg persóna, gáfaður, víðlesinn og fyndinn, en vantar þann siðferðilega þyngdarpunkt sem bjargar Páli og gengur út úr sögunni í borgaralegu gervi, burt frá átökum 30. mars. Heyrt hef ég bókamann segja að Páll Jónsson sé of mikill einfeldningur til að bera uppi svo langa sögu, en get ekki fallist á þá skoðun. Sá sem þannig les gefur ekki gaum að því að Páll er, þrátt fyrir heiðarleika og einlægni, ekki alltaf áreiðanlegur sögumaður. Þó hann segi margt af sjálfum sér segir hann ekki allt og sjálfshæðni gengur í gegnum frásögn hans. Verri væri þó sú villan að ætla að samsama hann höfundi sjálfum. Vafa- laust eiga þeir sumt sameiginlegt, en ekki þarf annað en rifja upp æviatriði Olafs Jóhanns til að sjá muninn. Reyndar get ég ekki betur séð en Olafur hafi sett undir þennan leka á dálítið kankvísan hátt með því að koma sjálfum sér fyrir lítt dulbúnum í sögunni sjálfri, þar sem er Jóhann nokkur, prófarkales- ari og áhugamaður um laxveiði, sem Páll hefur kynni af og sækir styrk til þegar til átaka kemur. Iþrótt sagnamanns felst ekki síst í því, þótt oft sé vanmetið, að kunna að vekja óvissu og eftirvæntingu hjá lesanda og halda honum þannig við efnið. Til þess arna notar Óiafur Jóhann einkum tvær ráðgátur: hver er faðir Páls, og hver er sá glæpur sem hann hefur framið áður en ritun sögunnar hefst, þó lesanda þyki hann lengstaf harla ólíklegur til glæpa- verka? Ráðgáta faðernisins er leyst á því andartaki þegar sagan rís hæst og lausnin tengir saman hina innri og ytri sögu, sálarlíf og félagslíf. A þessu er geysihag- lega haldið, og þrátt fyrir ýmsar vís- 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.