Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 140

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 140
Tímarit Máls og menningar finnst mér mest til um úrvinnslu hans úr bókhaldi verslunarfyrirtækjanna (sem er allt annað en auðvelt að vinna úr, bæði misjafnlega varðveitt og framandlega skipulagt), svo og tölurnar sem hann hefur dregið saman um verðlag og mark- aði erlendis. Hvort tveggja eru vciga- miklar stoðir undir skilning á einokun- inni og sögu hennar. Yfirleitt held ég — eftir því sem um verður dæmt án kynna af frumheimild- unum — að staðreyndameðferð Gísla og heimildatúlkun sé í ágætu lagi. Athuga- verðast tel ég, að hann skuli athuga- semdalaust kalla saltkjötið, sem út var flutt frá Isiandi, lambakjöt. Miðað við búskaparhætti fyrri alda var svo miklu eðlilegra að selja kjöt af fullorðnu, eða a. m. k. veturgömlu; heimildir Gísla fyrir lambakjötssölu hefði hann því átt að rökræða og trúlega hafna þeim. Annars er það ekki aðalatriði í rann- sókn Gísla að grafast fyrir um atburða- rás eða einstakar staðreyndir umfram það sem vitað er fyrir, heldur að tengja þær og túlka. Það er að því kærkomið nýjabragð í sagnaritun okkar hvað Gísli leggur sig mikið eftir alhæfingum og skýringartilgátum, og hve drjúgar hon- um verða þá tölfræðilegar aðferðir, svo og hagfræðileg hugtök; hér nýtur þess að þjálfun Gísla er í sérhæfðri hagsögu fremur en alhliða sagnfræði. Margt að athuga Jafnvel í samtímanum, með alla sína skýrslugerð, er sífellt ágreiningsefni hvernig túlka eigi tölur. Það er því ekki furða, þótt sums staðar orki tvímælis hvernig taka beri á því óþjála og ónóga talnaefni sem Gísli verður víða að láta sér nægja til úrvinnslu. Erfiðara er að benda á beinar ávirðingar í talnameðferð hans. Þrennt skal þó nefnt sem ég er ekki sáttur við. A bls. 23 segir, að árlegur kostnaður bónda af vinnumanni hafi, frá 14. öld og fram á 19., sveiflast í mesta lagi um 4%. Oljóst er hvernig þetta dæmi er reiknað, en úr tilfærðum heimildum myndi ég lesa sveiflu upp á 60 álnir af heildar- kostnaði nálægt 700 álnum, þ. e. tæp 10%; tölurnar má ekki taka sem hárná- kvæmar. Á bls. 96 ræðir Gísli tjón Hörmang- arafélagsins af samdrætti útflutnings- framleiðslunnar á Islandi tiltekið árabil. Segir að útflutningsverðmæti hafi þá ver- ið helmingi minna en á öðru tímabili litlu fyrr. Enn alvarlegri (even more serious) hafi þó verið breytingin á samsetningu útflutningsins. Hér fer maður að búast við æði kröftugum útskýringum á því, hvernig slíkt hafi getað verið alvarlegra en helmingun heildarútflutnings, en les í staðinn, í beinu framhaldi, að fiskur hafi verið arðsamasta útflutningsvaran og numið lítt breyttum hluta af útflutn- ingnum, minnkað um helming eins og heildin. Síðan er að vísu bent á aukningu ullar og samdrátt í kjöti, en ótrúlegt er að það hafi verið eins alvarlegt fyrir verslunarfélagið og heildarsamdráttur- inn. A. m. k. hefði þurft að styðja þá ályktun með beinhörðum reikningi. Á bls. 26—27 er langalvarlegasta ágreiningsefni mitt við Gísla á tölfræði- sviðinu. Hann er þar að leiðrétta áætlun Olafs Stephensen um framleiðslu búvara og sjávarafurða í ríkisdölum á ári. (Not- ar hana síðan í helst til glannalegum reikningum um þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur, en það er annað mál.) Leiðréttir fyrst magn framleiðsluvara í áætlun Ólafs, og er það sannfærandi. Leiðréttir síðan verðið með því að hækka fisk, mjólk og sláturafurðir um 130
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.