Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 16
Tímarit Máls og menningar og spyrja jafnvel í óþolinmæði: „erum við ekki búnir að heyra nóg um hugarfarssögu?“ Nú verður að hafa í huga að tískuhreyfingar geta verið mjög ólíkar. Það væri næsta fáránlegt að rugla saman heimspekistefnu eins og existentialismanum, sem mótaði heilt tímabil í sögu Evrópu og skildi eftir sig djúp spor (eins og menn eru nú farnir að sjá betur eftir dauða Sartres, þegar búið er að gefa út bréf hans og óprentuð handrit) og nauðaómerkilegri tískubólu eins og „nýju heimspekinni", sem fjölmiðlar blésu út í miklar víddir fyrir fáum árum án verðleika en er nú alveg gleymd. Það væri líka fáránlegt að rugla saman forsprökkum andlegra hræringa — þeim, sem hafa eitthvað til málanna að leggja og koma af stað hreyfingum, kannske án þess að hafa á nokkurn hátt sóst eftir því sjálfir, — og attaníossum, sem eltast við stefnur af því einu að þær eru í tísku og reyna að slá sig til riddara með því að líkja sem vandlegast eftir þeim sem móta þær. En því má vel halda fram með ýmsum rökum, að hugarfarssaga sé að vissu leyti tískustefna, og er ekki úr vegi að líta fyrst á hana frá þeim sjónarhóli og sjá að hvaða leyti sú staða hefur mótað hana. I merkri ritgerð um hugarfarssögu lætur Jacques Le Goff þess getið, að áhugi manna á þessari grein sagnfræðinnar stafi ekki síst af því að hún hafi orðið eins konar undankomuleið fyrir þá, sem komnir voru í ógöngur í efnahags- og þjóðfélagssögu og dólgamarxisma. Síðar bætir hann því við, að hún megi samt ekki verða nýtt skálkaskjól fyrir dólgamarxista, sem fjalli um hugarfar á fyrri öldum sem „yfirbyggingu" og beina endurspeglun efnahags- lífsins og reyni þannig að halda líftórunni í kenningum sínum. Þessi áminning Le Goffs er góð og gild og hefur við talsverð rök að styðjast — kannske meiri en hann gerir sér grein fyrir sjálfur. Aköfustu fylgismenn efnahags- og þjóðfélagssögu á sínum tíma voru gjarnan þeirrar skoðunar að rannsóknir á þessu sviði myndu leiða í ljós að forsendur þeirra — t. d. kenningin um hlutverk efnahagslífsins sem hreyfiafl þróunarinnar — væru réttar og gera mönnum síðan kleift að skýra þróun þjóðfélagsins og framvindu sögunnar. Hugarfarssaga komst einmitt í tísku, þegar þessar vonir höfðu brugðist að verulegu leyti, menn höfðu ekki fundið í efnahags- og þjóðfélagssögunni neina allsherjarskýringu og sá marxismi bæði dólga og annarra, sem lengi hafði mótað franskt menningarlíf, varð skyndilega að víkja fyrir öðrum hugmyndum. Hins vegar er ljóst að margir sagnfræðingar, sem fóru nú að fást við hugarfarssögu, gengu að henni á sama hátt og með svipuðum viðhorfum og þeir höfðu áður gengið að efnahags- og þjóðfélags- sögu. Er jafnvel ekki örgrannt um að sumir hafi með þessari stefnu- breytingu reynt að bjarga ýmsum kennisetningum, sem áður virtust vera búnar að ganga sér til húðar. Þessi viðhorf hafa síðan ráðið miklu um það hvernig Frakkar, og reyndar 414
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.