Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 18
Tímarit Máls og menningar hagssögunnar, en þessa samlíkingu skýrir hann þó ekki nánar, heldur reynir hann fremur, að því er virðist, að gera lítið úr þeim „hámenningarfyrirbær- um“ (bókmenntum, listum, heimspeki o. þ. h.) sem hugmyndasagan fjallar um og notar sem heimildir, og einangra þau frá þjóðfélaginu eða setja í einhvern alveg sérstakan bás. Telur hann t. d. varhugavert að nota bók- menntir og listir sem heimildir um hugarfar samtímamanna verkanna: þessar greinar fylgi sérstökum reglum, óháðum umhverfi sínu, stef þeirra og formgerð séu gjarnan arfur frá fyrri tímum og því ekki víst að þau séu í samræmi við ríkjandi hugarfar. Le Goff leggur svo áherslu á, að það hafi ekki verið hugmyndir mikilla heimspekinga og guðfræðinga eins og Tómas- ar frá Akvínó eða heilags Bónaventúra sem mótuðu hugarfar manna á 13. öld og síðar, almenningur hafi ekki skilið þær og því ekki getað tileinkað sér þær nema í brenglaðri og einfaldaðri mynd. I samræmi við þetta gerir hann skarpan greinarmun á „kenningu“ (þ. e. a. s. heimspeki, guðfræði o. þ. h.) og „hugarfari" og tekur dæmi af framkomu ýmissa persóna sögunnar til að sýna hvernig „hugarfarið geti orðið kenningunni yfirsterkara“. Niðurstaðan verður sú, að „hugarfar" sé það sem sérhver einstaklingur í sögunnar rás, hvort sem hann er mikilmenni eða ekki, eigi sameiginlegt með öðrum mönnum á sama tíma, — það sem sé sameiginlegt með Júlíusi Sesari og lægst setta hermanni hans, Lúðvík helga og bóndadurg á jarðeignum hans, eða Kristófer Kólumbusi og hásetanum, eins og Le Goff kemst að orði. Þegar búið er á þennan hátt að útiloka að verulegu leyti bókmenntir, listir og heimspeki, svo og alla hugsuði sem slíka, má segja að talsvert sé farið að saxast á hugarfarssöguna, sem ætti samkvæmt þessu ekki að fást við annað en ruglingslegar og einfaldaðar hugmyndir, það „hugarfar“ sem verður „kenningum“ yfirsterkara, og hugsuði þegar þeir eru ekki að hugsa . . . Jacques Le Goff hefur líka séð þessa annmarka og tekur fram að hugarfars- sagan eigi að ganga lengra og fjalla um þau „menningar-, trúar- og gildi- skerfi", sem hugarfarið hafi mótast í. En ekki er auðvelt að koma þessu öllu heim og saman, því þessi „kerfi“ virðast einmitt vera nátengd þeim „hámenningarfyrirbærum“, sem Jacques Le Goff vildi ýta til hliðar. Afstaða bandaríska sagnfræðingsins Roberts Darnton, sem er sérfræðingur í menn- ingu Frakklands á 18. öld og hefur orðið fyrir miklum áhrifum af franskri sagnfræði, er miklu skýrari, hvort sem hún er í samræmi við afstöðu Le Goffs eða of mikil einföldun á henni. Hann skilgreinir verkefni hugar- farssögunnar þannig, að hún eigi að fjalla um heimsskoðun alþýðunnar (en ekki menntamanna). En í rannsóknum sínum fylgir Robert Darnton ekki sinni eigin skilgreiningu (enda segist hann í sömu andránni vilja afnema muninn á „alþýðumenningu" og „menningu menntamanna“), og það gerir Jacques Le Goff reyndar ekki heldur. Þetta viðhorf er líka í meira lagi 416
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.