Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 23
Hugarfarssaga merkingu getur aldrei orðið viðfangsefni sagnfræði eða félagsfræði. Ekki er unnt að losna úr þessum vanda með því að kalla til hjálpar hugtök eins og „hóp-meðvitund“ (conscience collective á frönsku): menn geta talað um „ríkjandi skoðanir" eða „viðhorf" á einhverjum tíma eða eitthvað annað í þeim dúr, en það er ekkert til sem heitir „hóp-meðvitund“, ef það orð á að hafa einhverja ákveðna merkingu. Þótt bæklingur eftir Paul Veyne, sem ber heitið Trúbu Grikkir á sínar eigin goðsögur? sé ágætt dæmi um hugarfars- sögu af bestu gerð og skemmtilegur aflestrar, er alls ekki hægt að svara spurningunni eins og hún er sett fram í þessum titli: það getur enginn vitað hverju Grikkir trúðu, ekki er einu sinni víst að hver og einn hafi yfirleitt vitað það sjálfur, og því er að sjálfsögðu ekki heldur heimilt að tala um „Grikki“ á þennan hátt í fleirtölu, eins og í þessum efnum hafi þeir átt eitthvað það sameiginlegt sem rannsókn geti leitt í ljós. Þegar litið er á hugarfarssögu sem fyrirbæri í frönskum mennta- og fjölmiðlaheimi, eins og Frakkar sjálfir skilgreina hana, verkefni hennar og aðferðir, virðist harla illa komið fyrir þessari grein sagnfræðinnar. Orðið hugarfar er í meira lagi óljóst. Það virðist ekki ná yfir nein þau fyrirbæri sem unnt er að skilgreina og festa hendur á til að gera þau að verkefni vísindagreinar, og þess vegna er það varla hæft til annars en vera „merki- miði“ án skýrra tengsla við það sem það á að merkja. Svo stafa viðhorf franskra sagnfræðinga til þessarar fræðigreinar að verulegu leyti af hug- myndum og kenningum, sem eru af allt öðrum uppruna en snerta hana sjálfa ekki að neinu leyti og skapa því fordóma eða ákveða jafnvel niðurstöð- ur hennar að nokkru leyti fyrirfram. Fátt þykir eins fáránlegt í Frakklandi og tískustefna sem er liðin undir lok, og er mjög auðvelt að sjá hvað andríkir forsprakkar nýrrar stefnu gætu sagt, þegar hugarfarssagan er komin úr tísku og eitthvað annað tekið við. En þótt Eleatarnir héldu því fram með gildum rökum að hreyfing gæti ekki átt sér stað, væri a. m. k. óhugsandi í þess orðs bókstaflegri merkingu, varð enginn var við annað en þeir gætu spígsporað spekingslega um götur eins og hver og einn og kannske skeggrætt kenningarnar á krám með miklu handapati. Nú eru franskir sagnfræðingar ekki heimspekingar, að und- anteknum Michel Foucault, og lélegir kenningasmiðir, en mörg þau verk, sem flokkuð hafa verið undir hugarfarssögu, eru óneitanlega merkileg og nýstárleg. Þar er fjallað um ýmsar hliðar mannlífsins, sem sagnfræðingar höfðu lítinn gaum gefið áður, beitt er frumlegum aðferðum, sem eru ýmist nýsmíði eða fengnar að láni með nauðsynlegum breytingum hjá öðrum fræðigreinum, og þar koma fram nýstárleg viðhorf. Maður verður reyndar fljótiega var við, að þegar fremstu sagnfræðingar fara að fást við hugarfarssögu, fer því oft fjarri að þeir fylgi þeim reglum og 421
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.