Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 25
Hugarfarssaga svæfða og keflaða í kjallaraherbergi. Sumir sögðu að þar hefðu verið fleiri konur bundnar og svæfðar með sprautu, og undir lokin var jafnvel talað um að sextíu konur hefðu horfið á þennan hátt: verslanirnar áttu að vera tengdar saman með leynilegum jarðgöngum, sem lágu síðan út að Leirá, þar sem kafbátur var á siglingu og sótti konurnar svæfðar . . . Fyrir þessari sögu var ekki flugufótur, engin kona hafði horfið í borginni eða nágrenni hennar og fatakaupmennirnir voru vammlausir góðborgarar, sem ekki var með neinu móti hægt að bendla við mansal. Þeir áttu það reyndar sameiginlegt að vera Gyðingar. En þrátt fyrir þetta náði orðrómurinn þvílíkum heljartökum á borgarbúum, að fataverslanir tæmdust af viðskiptavinum. Kom jafnvel til upphlaupa fyrir utan þær, þar sem reiðir og skelfdir menn heimtuðu að eitthvað yrði gert í þessu máli og það strax, — eða skyldi lögreglan hafa látið múta sér og vera í vitorði með kvennaþjófum? Þessi grátbroslega múgsefjun vakti svo mikla athygli í Frakklandi, að félagsfræðingurinn Edgar Morin var gerður út til að rannsaka málið, og samdi hann um það bókina Kviksagan í Orléans, sem hægt væri að flokka undir „samtíma-hugarfarssögu". I ljós kom við rannsóknina að sams konar orðrómur hafði áður komið upp í ýmsum öðrum borgum Frakklands, en ekki valdið neitt svipuðum æsingi. Alls staðar þar sem málið var athugað reyndust kaupmennirnir, sem vox populi ákærði á þennan hátt, vera Gyðingar. Margir kynnu nú að halda því fram að hræðsluviðbrögð af þessu tagi séu í sjálfu sér „sammannleg" og það geti naumast verið verkefni fyrir sagnfræð- inga að rannsaka hvernig þau komi fram í einstökum tilvikum, nema að svo miklu leyti sem þau snerta atburðasögu, þar sem öllum smáatriðum er haldið til haga. Ef ekkert hljótist verra af, sé kvöldvaka í skíðaskála hvorki fréttnæm fyrir samtímamenn né seinni tíma menn og kviksagan í Orléans eigi fyrst og fremst erindi á síður blaða, þar sem sagt er frá slysum og glæpum, — og svo til þeirra sem eru á varðbergi gagnvart Gyðingahatri (enda létu þeir að sjálfsögðu þessa atburði til sín taka). En svo einfalt er málið ekki. I ljós kemur að hræðsluviðbrögð eru nátengd sögulegum aðstæðum, bæði umhverfinu sjálfu og ríkjandi hugmyndum. Þótt Islending- ar séu duglegir við að leggja trúnað á alls kyns kviksögur, má telja víst að atburðir af því tagi sem urðu í Orléans gætu aldrei gerst í Reykjavík. Þar eru alls ekki fyrir hendi þeir tveir meginþættir, sem urðu til þess í sameiningu að orðrómurinn kom upp og menn lögðu trúnað á hann: gömul þjóðsaga um undirferli Gyðinga annars vegar og hins vegar nútímaþjóðsaga um skipulagt mansal, þar sem beitt sé eiturlyfjum og slíku. Þegar litið er aftur til fortíðarinnar má finna fjölmörg dæmi um hræðslu- viðbrögð sem voru einu sinni útbreidd, og er eitt þeirra orðið sígilt: frá 14. öld og fram til loka 17. aldar var ótti við galdra útbreiddur í Vestur-Evrópu 423
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.