Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 30
Tímarit Máls og menningar þessi merki eru tvenns konar: „stundleg merki“ eins og látbragð, talað orð o. þ. h., og „varanleg merki“ eins og ritað mál, myndir og slíkt, sem einnig mætti kalla „spor“, þau hverfa ekki um leið og þau eru gefin. Þessi skipting fellur ekki að öllu leyti saman við þá sem áður var gerð milli merkja sem hafa bein áhrif og þeirra sem hafa áhrif í fjarlægð, þar sem t. d. kviksaga verður að teljast til „stundlegra merkja“ en hefur þó áhrif í fjarlægð ef svo ber undir. Af þessu leiðir að flokkarnir tveir eru nátengdir: „stundleg merki“ geta auðveldlega látið eftir sig „spor“ í þess orðs fyllstu merkingu, t. d. í skýrslum um atburði eða myndum af þeim, eða þá einfaldlega þegar töluð ræða er gefin út skrifuð, og „varanleg merki" geta einnig breyst í „stundleg merki“, t. d. ef skrifuð saga verður að munnlegri eða prédikari lýsir píslum helvítis eins og hann hefur séð þær útmálaðar í veggmynd. Afstaða síðari tíma sagnfræðinga til þessara merkja er ekki alltaf óhag- stæð. Hafi „stundleg merki" horfið út í veður og vind eins og snjórinn sem féll í fyrra, getur sagnfræðingurinn hins vegar gengið að „varanlegum merkjum" eins og menn þess tíma, sem hann er að rannsaka, og er það nokkur uppbót fyrir hvarf allra „beinna merkja" að gagnvart „sporum“ af hvaða tagi sem er stendur hann oft betur að vígi en samtímamenn: hann hefur meiri yfirsýn en þeir og hefur aðgang að „sporum" sem fóru ekki víða, þegar þau urðu til, svo sem lögregluskýrslum, dagbókum, einka- bréfum og slíku. Sagnfræðingar sem nú eru t. d. að rannsaka viðhorf manna fyrr á öldum til dauðans geta þannig kynnt sér fleiri áletranir og myndir á legsteinum eða kannað fleiri erfðaskrár en nokkur einn maður gat gert á þessum tímum. Við öll þessi merki getur sagnfræðingurinn haft bein tengsl. Soren Kierkegaard hefur leitt að því ýmisleg rök, að það að vera uppi á sama tíma og Kristur og það að vera „samtímamaður“ hans í orðsins fyllstu merkingu þurfi alls ekki að fara saman: hver trúaður maður sé „samtíma- maður Krists“. I „heimi merkjanna“ er tíminn nefnilega öðru vísi en í atburðasögunni, þar sem „sporin“ (í þessu tilviki rit Nýja testamentisins) virka í fjarlægð bæði í tíma og rúmi. Þess vegna má segja, þótt það hljómi mótsagnakennt, að hvað afstöðuna gagnvart „sporunum" snertir sé seinni tíma sagnfræðingur „samtímamaður" gefenda og viðtakenda þeirra merkja sem hann rannsakar. Sem smávægilegt dæmi um þetta má nefna að hann getur lært forn tungumál eins og latínu nógu vel til þess að hafa ekki aðeins beinan aðgang að textum á því, heldur jafnvel til að geta skrifað eða ort á því sjálfur. Árið 1921 birtist í ensku tímariti „Ljóðabréf frá Ódysseifi til Penelópu ort inni í Trójuhestinum" á háklassískri latínu í anda Óvíds og var höfundurinn Ronald nokkur Knox: „Hanc tibi Troiano chartam de litore mitto . . . “ („Ég sendi þér frá Trójuströndum lítið letters-bréf . . . “). En geti sagnfræðingurinn þannig verið „samtímamaður“ þeirra sem voru 428
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.