Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 37
Hugarfarssaga rannsaka, hafi verið afmörkuð á sama hátt á hinum ýmsu tímum og haft svipaða stöðu innan heimsmyndarinnar, þannig að hægt sé að bera saman t. d. „afstöðu manna til náttúrunnar“ á 12. öld og á 18. öld eins og um sama fyrirbærið sé nauðsynlega að ræða. Til að forðast þessa hættu grípa sagn- fræðingar stundum til þess að takmarka rannsóknina við ákveðið tímabil og fjalla t. d. um „afstöðu manna til náttúrunnar á upplýsingaöld", eða binda hana við eitthvert ákveðið fyrirbæri sem kemur skýrt fram sem slíkt í heimildum á vissu tímabili. Eitt dæmi um slíkt er rannsókn Le Goffs á „uppruna hreinsunareldsins“, sem áður var nefnd, en einnig mætti geta hér rannsókna Alain Corbin á afstöðu manna til lyktar og óþefs á seinni hluta 18. aldar og byrjun 19. aldar, þegar þeir uppgötvuðu nauðsyn þess að hreinsa loftið í stórborgum og skáru upp herör gegn óþef. Þegar tímabilið, sem rannsóknirnar ná yfir, er þrengt á þennan hátt, er nokkur hætta á því að kjarni sögunnar — tímavíddin sjálf — verði útundan, en eins og dæmin sýna reyna fræðimenn að forðast þessa hættu einmitt með því að velja tímabil, þegar róttækar breytingar eru að gerast eða einhver ný fyrirbæri að koma fram. Onnur leiðin sem sagnfræðingar fara er annars eðlis: hún er í því fólgin að rannsaka eitthvert ákveðið og skýrt afmarkað fyrirbæri og nota það annað hvort sem dæmi um „hugarfar" manna á tímabilinu eða sýna hvernig í því getur kristallast heimsskoðun stórra þjóðfélagshópa. Dæmi um slíkt er rannsókn Le Roy Ladurie á þeim vofeiflegu atburðum sem gerðust á Kjötkveðjuhátíðinni í Romans í febrúar 1580 og endurspegluðu hugmynda- heim og þjóðfélagsmynd borgarbúa. í ritinu Kattamorðin miklu rekur Robert Darnton nokkur „sýnishorn" af hugarfari Frakka á 18. öld í þeim tilgangi að gefa e. k. „pointilíska" mynd af því. Fyrir utan „kattamorðin í Rue Saint-Sévérin“, sem bókin dregur nafn sitt af, gerir Darnton t. d. nokkuð ítarlega grein fyrir skýrslum, sem dugmikill lögreglumaður gerði um rithöfunda í París um miðja 18. öld og hann telur dæmi um viðhorf yfirvalda til slíks rumpulýðs. Síðan fjallar hann um bréf sem Rousseau fékk frá lesendum skáldsögu sinnar „Heloisu hinnar nýju“ og hann tekur sem vitni um straumhvörf í tilfinninganæmi manna á þessum tíma. Rannsóknir af þessu tagi geta verið ákaflega frjóar og skemmtilegar, en talsvert skortir þó á að þessi leið hugarfarssögunnar geti talist fyllilega vísindaleg: það er nefnilega oft erfitt að sjá hver er raunveruleg staða „dæmanna" eða „sýnis- hornanna" á sínum tíma, hver eru tengsl þeirra við önnur fyrirbæri sögunn- ar og á hvaða hátt þau geta talist „einkennandi“ fyrir eitt eða annað. Á sama hátt er staða þeirra í tímans rás oft næsta óljós: er hér um að ræða langtímafyrirbæri, skammtímafyrirbæri eða dæmi um einhverja skyndilega breytingu? Til að bæta úr þessu reyna sagnfræðingar gjarnan að draga línur í 435
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.