Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 118
Timarit Máls og menningar verða að lýsingu á fjölskyldu hans og sögu hennar. I öðrum hluta bókarinnar er fjöl- skyldunni, Haraldi, Astu, börnum þeirra fimm og barnabörnum lýst í ný- ársboði í nútíð sögunnar. Við fáum tvö endurlit frá bernsku Manna, eitt stutt og eitt langt. I fjórða hlutanum lýsir hann í minningabrotum sem koma nú þéttar, hvernig átökin magnast innan fjölskyld- unnar, einkum á milli foreldranna og hann reynir að skýra þetta og skilja hvað hann man og hvað það þýðir: Hvernig stendur á því að þetta hafa orðið umhugsunarefni hjá mér? Tók ég það inn með móðurmjólk- inni? Stimplaði ég það inn þar sem ég lá í vöggu? Smitaðist ég af því þar sem ég skreið um gólfin? Helvíti uppgjörs sem aldrei tók enda. (145) I síðasta hlutanum verða veikindi móðurinnar og dauði föðurins til að dýpka enn frekar myndina af foreldrun- um og þar með sjálfsuppgjör Guðmund- ar Andra. Sagan af hjónabandi Haraldar og Astu er hversdagsleg saga, saga úr „lífinu sjálfu", saga af fólki sem er ólíkt í upp- hafi og verður enn ólíkara í hlutverkum og veruleika sem setur þau til höfuðs hvort öðru. Það verða átök, togstreita sem breytist úr rifrildi í nöldur eftir að tíminn hefur slakað á spennunni milli þeirra. En Manni og systkini hans upp- lifa þetta hjónaband ekki sem hversdags- legt. Hinar sterku tilfinningar bernsk- unnar taka við öllu sem gerist og skrá það í sinni eigin túlkun, stækkað, um- myndað og óumræðilega mikilvægt. Og það er mikilvægt. Öll börnin elska móðurina og taka sér stöðu með henni gegn föðurnum. Hún segir börnunum að láta eins og þau sjái föðurinn ekki þegar hann er fullur — en faðirinn verður ekki gerður ósýnilegur. Hann vill ekki vera ósýnilegur. Hann gerir þvert á móti allt sem hann getur til að vera sýnilegur, ríkja yfir þeim eins og harðstjóri. I máttvana heift stingur Manni einu sinni upp á því að þeir bræður drepi hann, en Berti stöðvar þá ráðagerð með efnahagslegum rökum: „Við værum ekki menn til að framfleyta fjölskyldunni.“(147) Guðmundur Andri lýsir hinni bemsku ást sinni á móðurinni, Ödipusátökunum með afbrýðisemi og samkeppni við föð- urinn. Þau átök enda ekki í sátt milli föðurins og sona hans og það sem leitar mest á Guðmund Andra er það sem aldrei var sagt, kannski ekki einu sinni hugsað. Af hverju var samband föðurins við börnin svona erfitt? Hvers konar fyrirmynd var faðirinn sonum sínum? Hvað gerði hann að því sem hann varð? Og hver var hann? Á áttunda áratugnum gekk nýja kvennahreyfingin skörulega fram í hvers konar gagnrýni á hefðbundin hlutverk kynjanna og þrönga bása sem körlum og konum voru markaðir á öllum sviðum. Margir ungir karlmenn tóku undir þessa gagnrýni, nenntu aukin heldur ekki að standa í því að leika tilfinningasljóa sam- keppnissjúklinga dag út og dag inn, vildu ekki láta troða uppá sig fyrir- myndum heldur vildu þeir setja saman eigin sjálfsmynd úr þeim gildum sem þóttu skást. Um þessa leit karlmanna að samsettari sjálfsmynd hafa verið skrifað- ar margar bækur síðustu árin. A Norðurlöndum hafa feðurnir oft farið svo illa út úr slíkum uppgjörum sonanna að sumum fannst að hin bókmenntalegu 516
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.