Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 125
um og útlitskomplex með aðstoð kasr-
ustunnar og fríksins Gullu.
Skipting í tvö sögusvið er ítarlega út-
færð í sögunni. Persónur hvors sviðs um
sig eiga sér samsvörun á hinu sviðinu en
heita þar öðrum nöfnum. Þetta gildir
t. d. um fyrrverandi konu Lilla, Þór-
hildi, og Gest bróður hans: þau heita
Hrafnhildur og Grímur á „hinu svið-
inu“ sem virðist „raunverulegra" en saga
Lilla. Flakk sögunnar milli þessara
tveggja sviða gerist stundum óvænt og
lesandi á á hættu að ruglast í ríminu
nema hann fylgist vel með. Þótt sviðin
tvö virðist lík þá eru þau ekki spegil-
mynd hvort af öðru og tengsl þeirra eru
þýðingarmikil í sögunni.
Ef maður kýs að lesa söguna fyrst og
fremst í ljósi þeirrar sálarflækju sem
söguhetjan/Lilli gengur í gegnum má
hugsa sér að Lilli sé hin brenglaða sjálfs-
mynd sögumanns. Þá er oft eins og
sögumaðurinn sé að reyna að skapa fjar-
lægð frá viðfangsefni sögunnar,
þ. e. a. s. Lilla, en mistakist það og þá
eins og neyðist til að viðurkenna að
hann sé í raun og sanni Lilli sjálfur.
Hann var sjálfur þetta skrímsli og fórn-
arlamb sem Lilli var; og það gerði hann
svo brenglaðan að eðlilegt virðist að gefa
þeim manni annað nafn sem beygurinn
beygði svo mjög. Hann ætlar að tala um
Lilla en uppgötvar óforvarandis að hann
er að skrifa um sjálfan sig.
Með sviðskiptingunni beinir Hafliði
sjónum lesandans að eiginleikum skáld-
skapar. Litla sviðið er skáldskapur mið-
að við svið sögumanns. Hafliði sviðsetur
sögumann sem fyrir sitt leyti sviðsetur
söguna um Lilla. Og allt þetta verður
eins konar feluleikur svona eins og
gengur og gerist með skáldskap. Höf-
undur skrifar til að felast (skrifa sig frá
einhverju, eins og sagt er), en við það að
Umsagnir um bœkur
skrifa skilur hann rætur meinsins, hættir
að geta dulist gagnvart sjálfum sér.
Hann mætir sjálfum sér í dulargervi sem
hann sér í gegnum því hann bjó það
sjálfur til. Og í þeim punkti er skáld-
skapur orðinn að sálgreiningu höfund-
arins á sjálfum sér; höfundurinn leitar að
uppruna beygsins eða angistarinnar.
Ótti, sprengja, hinn beygði
A yfirborði sínu er sagan víða glettnisleg
og raunar grótesk. Hörmungarnar sem
veslings Lilli má þola hljóta víða að kalla
fram bros lesandans, og það er eins og
höfundurinn hafi gaman af því að segja
frá afkáralegu fólki, svo sem fyrrverandi
bankastjóra sem heitir Brynki og fitu-
hlassinu Gullu dóttur hans — sem verð-
ur kærasta og bjargvættur Lilla/sögu-
manns. Þessi gróteska fyndni kemur
kannski skýrar fram á Lillaplaninu eða
„skáldskaparplani“ sögunnar en á sviði
sögumannsins. Þar er eins og svigrúmið
verði meira, meðan sögumaður segir
sína sögu undir formerkjum raunsæis og
heldur sig við „staðreyndir". Og af
illsku sinni pínir sögumaður viðfangs-
efnið (þolandann Lilla). Eða frelsar hann
kannski með hlátrinum.
Margt í sögunni er raunverulega
harmrænt, dapurlegra en svo að skáldið
hendi gaman að. Þetta eru meðal annars
atburðir sem tengjast dauða bróður
Lilla; litli bróðir hans dó af slysförum,
og Lilli kenndi sjálfum sér um 0£ var
þrúgaður af sektarkennd æ síðan. I sög-
unni tengist þetta svo aftur því að eldri
bróðir hans, Gestur, flytur til Þýska-
lands og starfar þar í friðarsamtökum í
þeirri löngun að bjarga heiminum frá
gereyðingarsprengjum. Gestur (= Grím-
ur, Grimm) kemur gestur í boði friðar-
sinna og heldur ræðu á útifundi á Lækj-
523