Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 126
Tímarit Máls og menningar artorgi og fer þar með fleipur að dómi Lilla. I togstreitunni milli bræðranna birtist hugleiðing skáldsins um samband þess að vinna að almennri velferð, svo sem í stjórnmálabaráttu, og hins að starfa að velferð í hinu smáa, t. d. með því að gæta bróður síns. Sprengjan og friðarhreyfingin gegna miklu hlutverki í sögunni. Meðal þess litríka fólks sem sagan greinir frá eru friðarsinnar sem á einn eða annan hátt tengjast Kílóinu — sem á sér hljóm- plötuverslunina Grammið að fyrir- mynd. Hlussan Gulla er í þeim klíkum, einnig skáldið Ljón (sbr. Sjón) og fleiri góðir. Þetta fólk vill bjarga heiminum frá gereyðingu og heldur samkomur af því tilefni. Sögumaður leggur fyrir sitt leyti meiri áherslu á að lifa bara af per- sónulega og á fullt í fangi með það. En honum geðjast vel að hugsjónafólkinu. Hafliði beinir hugsun lesandans að gereyðingarógn, að ótta og illsku. Sýn hans á þessi fyrirbæri er víð og leiðir hugann ef til vill að tilvistarstefnu og trú. I samanburði við allar þær sælu stjörnur sem uppi eru á okkar dögum (ef marka má blaða- og tímaritaviðtöl) er Lilli hinn gerbeygði maður, eins konar jesúgervingur að hætti fávitans hjá Dost- ojevskij. Gróteskt raunstei Beygur er á margan hátt raunsæisleg saga. I henni er lýst tilteknu plássi, þ. e. a. s. Reykjavík (og að nokkru leyti Húsavík), og raunverulegu fólki — næg- ir í því sambandi að minna á Sjón, Asa í Gramminu og Bubba Morthens sem ganga undir svo að segja réttum nöfnum í sögunni. Það er að vísu undir hælinn lagt hversu vel þær lýsingar standast samanburð við fyrirmyndirnar út af fyrir sig, um það skal ég ekki dæma; en afstaða höfundar til frásagnarefnisins veldur því að hægt er að kalla frásögnina raunsæislega. Hún er semsé raunsæisleg með því að vísa til manna sem eru til, holdi klæddir. Hliðstæðu við raunveru- legar fyrirmyndir er ekki vísað á bug af höfundi, sem oft tíðkast (klásúlan um að allar hliðstæður sögunnar við raunveru- lega atburði séu tilviljun ein), heldur er þvert á móti vakin athygli á hliðstæð- unni í káputexta. I annan stað er sagan raunsæisleg að því leyti að nokkuð af henni miðar að því að sýna hvernig ytri kjör og aðstæð- ur hafa áhrif á persónuleika manna; hér hef ég Lilla og hinn tákngilda húðsjúk- dóm hans í huga og svo kannski líka Gullu hina feitu sem elst upp við af- brigðilegan föður og líkamsfitu. Lesand- inn hlýtur að fá samúð með og skilning á Lilla. Og komast kannski líka nokkru nær Grammliði og friðarsinnum og jafn- vel Brynka hinum léttbrenglaða. Hins vegar er sagan ekki raunsæisleg í þeim skilningi að stíll hennar sé tak- markaður við þann stíl sem einkennir raunsæissögur 19. aldar, og sagan getur ekki talist heyra undir nýraunsæið sem gekk hátt á undanförnum áratug. Þótt hún sé raunsæ útilokar hún ekki fantasí- una. Sagan er grótesk og má kalla hana karnivalíska; lesandinn vonar að Fríða Lillamamma og Brynki nái saman og svo Lilli og Gulla þótt þau séu nú svona eins og þau eru, lítilsháttar biluð. Smekksatriðin Smíði frásagnarsviðanna tveggja er hug- vitssamleg og vönduð, en hið sama gildir ekki um byggingu sögunnar með tilliti til áhrifagildis eða spennu, því hún er í stuttum þáttum sem ekki ná að rísa. Ef 524
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.