Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 128
Tímarit Máls og menningar viljun frekar en annað í hugsuðum skáldskap. Hann gefur til kynna þann blæ bókar, sem lýsir sér í því að allt getur gerst; ekkert er útilokað; gæfa tekur við af ógæfu rétt eins og vindáttin snýst og álfar og tröll dansa með okkur fram í dauðans óvissan tíma. Það er því nokkurs virði að reyna að átta sig betur á nokkrum þáttum þessar- ar bókar, ekki síst þar sem um hana hefur verið hættulega hljótt á markaði bóka þar sem ekki er einsýnt að fylgist að sala og gæði. Þar sem auðugan skáld- skap er að gresja er aðeins hægt að tæpa á nokkrum þeim þáttum sem sögurnar eru ofnar úr. III Eitt það fyrsta sem menn taka eftir við lestur Elds og regns er notkun á þjóð- sögum, goðsögnum og biblíuminnum. Vísanir af því tagi hafa gjarnan verið taldar eitt af því sem markar upphaf nútímaskáldskapar og virðast síður en svo á undanhaldi. Og raunar liggur nokkuð ljóst fyrir hvers vegna menn gera þetta, nægir að vitna í fleyg ummæli eins frumkvöðlanna, Thomasar Stearns Eliots, sem sagði eitthvað á þá leið að goðsagan væri einfaldlega sú eina hald- bæra leið sem maðurinn hefði til þess að átta sig á víðfeðmu öngþveiti nútímans. Goðsagan er ákveðinn atburðakjarni sem hægt er að vísa til af öryggi í þeim tilgangi að styrkja sitt mál. Eða til þess að bregðast með einhverjum hætti við goðsögum sem hlotið hafa þau örlög að verða að bráð einni löggiltri og óvefengj- anlegri túlkun. Mér virðist Vigdís vera á þeim slóðum í fyrstu sögu bókarinnar þegar hún skáldar í kringum eina elstu goðsöguna; þá um Evu og eplið í paradís forðum. Þar hafði eplaát Evu alvarlegar afleiðing- ar fyrir allt mannkyn, og þó kannski einkum kvenkyn. I sögu Vigdísar er epl- ið frelsandi; leysir mann og konu úr álögum og færir þeim vist í eins konar paradís. Eplabitanum fylgir eilíf æska; endurlífgandi elexír í stað skilningsins forðum. En í raun er eplið hér líka í svipuðu hlutverki og í goðsögunni, það umbyltir lífi þess sem í það bítur. Um- gjörðin skilur sig frá syndafallssögunni í því að gamli maðurinn og konan bíða eftir eplinu; hlut sem frá þeim var tekinn og þau vita hvað gerist. I stað athafnar sem varð vegna forvitni Evu er kominn gjörningur vitandi vits. Afstaða mann- kyns gagnvart hinu örlagaríka epli hefur breyst. En sagan býður heim margvís- legri túlkun. Meðal annars þeirri að menn skuli ekki vera feimnir við gömul tabú, boð og bönn. Bið getur borið ár- angur ef menn grípa þá frelsandi gæs sem að höndum þeirra ber. Meginatriði er þó að hér er nýr skilningur á gamalli sögn; farið um hana margræðum hönd- um skáldskapar. I öðrum sögum nýtir Vigdís sér kunn atriði úr sagnaheimi til styrkingar sögu- efninu. Ein þeirra heitir Máttur vængj- anna fer um þter og er saga um það að mátturinn getur leikið fólk grátt. Dæmdar konur fá uppreisn æru í því að þeim eru boðnir vængir. En líkt og Ikar- us fljúga þær of nærri sólinni og fuðra upp. Með stuðningi sagnanna um Ikarus og smiðinn Völund fjallar Vigdís um það hvernig maðurinn fer með það vald eða mátt sem honum er fenginn. Hinn dæmdi, fórnarlamb misbeitingar valds, lendir sjálfur í því að fara illa með mátt sem hann fær í hendur og er náskylt hinni fyrrnefndu misnotkun. Saga sem leynir á sér og veltir upp því umhugs- unarverða efni hve manneskjunni helst frámunalega illa á valdi. Að nokkru ný 526
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.