Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 128
Tímarit Máls og menningar
viljun frekar en annað í hugsuðum
skáldskap. Hann gefur til kynna þann
blæ bókar, sem lýsir sér í því að allt
getur gerst; ekkert er útilokað; gæfa
tekur við af ógæfu rétt eins og vindáttin
snýst og álfar og tröll dansa með okkur
fram í dauðans óvissan tíma.
Það er því nokkurs virði að reyna að
átta sig betur á nokkrum þáttum þessar-
ar bókar, ekki síst þar sem um hana
hefur verið hættulega hljótt á markaði
bóka þar sem ekki er einsýnt að fylgist
að sala og gæði. Þar sem auðugan skáld-
skap er að gresja er aðeins hægt að tæpa
á nokkrum þeim þáttum sem sögurnar
eru ofnar úr.
III
Eitt það fyrsta sem menn taka eftir við
lestur Elds og regns er notkun á þjóð-
sögum, goðsögnum og biblíuminnum.
Vísanir af því tagi hafa gjarnan verið
taldar eitt af því sem markar upphaf
nútímaskáldskapar og virðast síður en
svo á undanhaldi. Og raunar liggur
nokkuð ljóst fyrir hvers vegna menn
gera þetta, nægir að vitna í fleyg ummæli
eins frumkvöðlanna, Thomasar Stearns
Eliots, sem sagði eitthvað á þá leið að
goðsagan væri einfaldlega sú eina hald-
bæra leið sem maðurinn hefði til þess að
átta sig á víðfeðmu öngþveiti nútímans.
Goðsagan er ákveðinn atburðakjarni
sem hægt er að vísa til af öryggi í þeim
tilgangi að styrkja sitt mál. Eða til þess
að bregðast með einhverjum hætti við
goðsögum sem hlotið hafa þau örlög að
verða að bráð einni löggiltri og óvefengj-
anlegri túlkun.
Mér virðist Vigdís vera á þeim slóðum
í fyrstu sögu bókarinnar þegar hún
skáldar í kringum eina elstu goðsöguna;
þá um Evu og eplið í paradís forðum.
Þar hafði eplaát Evu alvarlegar afleiðing-
ar fyrir allt mannkyn, og þó kannski
einkum kvenkyn. I sögu Vigdísar er epl-
ið frelsandi; leysir mann og konu úr
álögum og færir þeim vist í eins konar
paradís. Eplabitanum fylgir eilíf æska;
endurlífgandi elexír í stað skilningsins
forðum. En í raun er eplið hér líka í
svipuðu hlutverki og í goðsögunni, það
umbyltir lífi þess sem í það bítur. Um-
gjörðin skilur sig frá syndafallssögunni í
því að gamli maðurinn og konan bíða
eftir eplinu; hlut sem frá þeim var tekinn
og þau vita hvað gerist. I stað athafnar
sem varð vegna forvitni Evu er kominn
gjörningur vitandi vits. Afstaða mann-
kyns gagnvart hinu örlagaríka epli hefur
breyst. En sagan býður heim margvís-
legri túlkun. Meðal annars þeirri að
menn skuli ekki vera feimnir við gömul
tabú, boð og bönn. Bið getur borið ár-
angur ef menn grípa þá frelsandi gæs
sem að höndum þeirra ber. Meginatriði
er þó að hér er nýr skilningur á gamalli
sögn; farið um hana margræðum hönd-
um skáldskapar.
I öðrum sögum nýtir Vigdís sér kunn
atriði úr sagnaheimi til styrkingar sögu-
efninu. Ein þeirra heitir Máttur vængj-
anna fer um þter og er saga um það að
mátturinn getur leikið fólk grátt.
Dæmdar konur fá uppreisn æru í því að
þeim eru boðnir vængir. En líkt og Ikar-
us fljúga þær of nærri sólinni og fuðra
upp. Með stuðningi sagnanna um Ikarus
og smiðinn Völund fjallar Vigdís um
það hvernig maðurinn fer með það vald
eða mátt sem honum er fenginn. Hinn
dæmdi, fórnarlamb misbeitingar valds,
lendir sjálfur í því að fara illa með mátt
sem hann fær í hendur og er náskylt
hinni fyrrnefndu misnotkun. Saga sem
leynir á sér og veltir upp því umhugs-
unarverða efni hve manneskjunni helst
frámunalega illa á valdi. Að nokkru ný
526