Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 17
ítalski hátturinn ottava er átta ljóðlínur, sem ríma saman eftir reglunni: ab,ab,ab,cc. Hátturinn var um skeið mjög vinsæll með vestrænum þjóð- um, þótt vandasamur sé. Gunnarshólma lýkur á tveimur ottövu-erindum. Sestína er heils kvæðis háttur eins og sonnettan, og er fólgin í endurtekn- ingu lokaorða í línu eftir sérkennilegri reglu. Hvert erindi er sex penta- jamba-línur, og eru lokaorðin sex í hverju erindi endurtekin sem lokaorð í næsta erindi á eftir í röðinni: sjötta, fyrsta, fimmta, annað, fjórða, þriðja; unz nýbreytni þessarar röðunar er tæmd með sjötta erindi. En þá kemur í lokin þríhenda, þar sem tvö þessara lokaorða koma í hverja línu. Ekki veit ég til að neitt hafi verið þýtt af sestínu-kveðskap. En Snorri Hjartarson orti kvæðið Við ána á þessum afar vandasama hætti. í því kvæði er röð lokaorðanna þessi samkvæmt reglunni: heiði daga glugga hurðir steina fljótsins fljótsins heiði daga glugga hurðir steina glugga hurðir steina fljótsins heiði daga steina fljótsins heiði daga glugga hurðir hurðir steina fljótsins heiði daga glugga daga glugga hurðir steina fljótsins heiði Ljóst er, að í sjöunda erindi, ef til kæmi, yrði röðin sú sama og í fyrsta erindi. Loks er að minnast á pentajamba sem einnar línu bragarhátt. Á íslenzku hefur sá háttur verið nefndur stakhenda. Ensku sextándu aldar skáldin, Marlowe og Ben Jonson og fleiri, beittu mjög stakhendu í leikritum sínum, og einkum þó Shakespeare, sem ræktaði hana öllum fremur og gæddi hana lífi með aukinni fjölbreytni í hrynjandinni, án þess að víkja frá sjálfu tvíliða-forminu. Og það gerði hann með því að setja aðra tvíliði, tróka, sponda og stundum pirra, í stað eins eða fleiri jamba í línunni, og þá umfram allt þannig, að formið fylgdi efninu sem bezt eftir. Fimmti bragliðurinn í línulok gat ýmist verið jambi eða amfíbrakki, og línan þá ýmist karllína eða kvenlína. Þessi stakhendu-stíll á ekki beinlínis greiðan aðgang að íslenzkri braghefð. En þegar leikrit þessara höfunda hafa verið þýdd á íslenzku, hefur þótt hlýða að beita sams konar aðgerðum, fyrir fjölbreytni sakir, og til þeirra stflþarfa sem ferðinni ráða. TMM 1993:4 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.